Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Jólasveinn fótbrotnaði á skemmtun í Álftanesskóla: „Smá kátína á slysadeildinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kvöld kemur Stekkjastaur til byggða og þá er rétt að rifja upp þegar jólasveinn fótbrotnaði á jólaskemmtun í Álftanesskóla árið 1981.

Það var enginn annar en Valgeir Geirsson, skólastjóri skólans og formaður Kennarasambandsins, sem fór með hlutverk jólasveinsins og að sögn áhorfenda fór hann á kostum. Þegar sýningu var lokið tók Valgeir þá ákvörðun að það væri ekki jólasveinalegt að keyra í burtu svo hann ætlaði að láta sig hverfa með öðrum hætti. Hann stökk ofan í sundlaugargrunn við skólann svo lítið bar á. Við lendingu fótbrotnaði skólastjórinn knái.

„Ég komst inn í skólann án aðstoðar, þannig að nemendur mínir vissu ekki hvað gerðist og vita sumir ekki enn,“ sagði Valgeir við DV um málið. „Það náðist hins vegar upp smá kátína á slysadeildinni, þegar ég kom þangað. Ég hef tekið það til athugunar hvort ég leik jólasvein aftur um næstu jól, þar sem ég ligg í gifsinu. Ég kemst þó í skólann eftir jólafrí, en verð í göngugifsi. Hins vegar þykir mér það slæmt að kennarasambandið skuli ekkí hafa samið um tryggingar fyrir kennara í gerfi jólasveina. Það þarf að taka upp samningaviðræður um slíkt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -