Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Jóni misþyrmt af fjórum dyravörðum í Svíþjóð: „Þetta er greinilega einhver rasismi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóni Péturssyni var illa misþyrmt í Svíþjóð árið 1990 en DV greindi frá málinu.

Hópur íslenskra jeppamanna úr Jeppaklúbbi Reykjavíkur var á ferðalagi í Svíþjóð til keppa í torfæruakstri en þegar þeir voru að skemmta sér kom til átaka milli Íslendinga og Svía.

„Þetta byrjaði víst allt þannig að dyraverðirnir voru að nudda í öðrum Íslendingi á skemmtistaðnum. Þeir héldu að hann væri Finni og þetta er greinilega einhver rasismi í þeim. Vinir hans komu þá til hjálpar og fljótlega upphófust einhver áflog. Á meðan á því stóð tókst dyravörðunum aö draga einn Íslending inn í eldhús og þar misþyrmdu fjórir þeirra honum. Mér skilst að tveir hafi haldið honum á meðan aðrir tveir börðu hann,“ sagði Stefán Einarsson við DV.

Eins og áður sagði var sá Íslendingur Jón Pétursson en hann lá inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Trelleborg í Svíþjóð með fjögur brotinn rifbein og þá féll annað lunga hans saman. Þá greinir DV frá því að annar Íslendingur hafi lent illa í því í átökunum en hann hafi þó verið óbrotinn.

Georg Franklínsson, starfsmaður Landssambands Íslendingafélaga í Svíþjóð, sagði við DV að það væri verið að skoða hvort ætti að senda Jón með heim til Íslands með læknisfylgd og tengdan við lungnavél. Lögreglan tók skýrslu vegna málsins og var atburðinn kærður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -