Eigendur tveggja myndbandaleiga á Ísafirði komust í vandræði fyrir leigja út klámmyndir árið 1995 en DV fjallaði um málið.
Mennirnir tveir áttu sitt hvora myndbandaleigu en gerði Héraðsdómur Vestfjarða greinarmun á kláminu sem mennirnir leigðu fólki. Annar maðurinn slapp með dóm en þurfti að sæta upptöku klámsins en þær 87 myndir sem voru til útleigu voru metnar „bláar.“
„Við ákvörðun refsingar ber hins vegar að líta til þess aö ekkert myndbandanna inniheldur sviðsett ofbeldi, barnaklám eða meingerðir gegn dýrum og eigi er þar heldur aö finna myndefni, sem almennt er til þess fallið að misbjóða siðferðisvitund fullorðins fólks. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að börn og ungmenni hafi fengið myndböndin leigð hjá ákærða,“ segir í dómnum um málið.
Hinn maðurinn var hins vegar dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og sektar en myndirnar á hans leigu voru metnar „dökkbláar” með efni sem þótti afbrigðilegt. Voru þær alls 106 talsins.
„Þessi mál hafa verið að koma frá lögregluembættum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Stundum hefur klámfengið efni á spólum jafnvel komist í hendur barna og ungmenna. Ég vona að lögregla og rannsóknarlögregla haldi vöku sinni við þessi efni á landinu,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari í samtali við DV um málið.