Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Köttur nærri dauður eftir hundaárás í Árbænum: „Ef hann lifir þetta af hefur hann níu líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Shäferhundur drap næstum því kött árið 1990 í Elliðaárdalnum en DV fjallaði um málið.

„Þegar ég kom heim um miðjan dag í gær kom til mín lítil stelpa í húsinu á móti sem horfði upp á shäferhundinn elta köttinn og króa hann af. Eftir átökin var kötturinn ælandi og það lak úr honum blóðið,“ sagði Guðný Leósdóttir við DV um málið.

Guðný fór í kjölfarið farið að leita að kettinum í Elliðaárdalnum en hún átti heima skammt frá. Þar hitti hún konu sem sagði henni frá að hún hefði séð alblóðugan shäferhund. Sá hafi vakið mikinn óhug og leit hann út eins og villidýr.

„Köttinn fann ég svo í næsta garði, hreyfingarlausan í hnipri. Ég fór með hann á Dýraspítalann þar sem gert var að sárum hans. Kötturinn var í miklu sjokki og allur marinn þar sem hundurinn hafði gripið utan um hann með kjaftinum. Hann vill ekki einu sinni drekka vatn. Ég ætla að reyna að sprauta upp í hann fisksoði og vona að hann braggist eitthvað,“ sagði Guðný.

„Ef hann lifir þetta af hefur hann níu líf. Áður var hann mjög fjörugur en nú er hann alveg lífvana og sljór og vil ekki einu sinni drekka vatn.“

Maður hennar hringdi í lögregluna til að tilkynna málið en var sagt að hringja á skrifstofutíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -