Mikil menningarverðmæti glötuðust árið 1982 þegar kveikt var í gömlu Heydalskirkjunni í Breiðdalshreppi. DV greindi frá málinu á sínum tíma en kirkjan brann til grunna á stuttum tíma. Hún hafði verið byggð árið 1856 og því tæplega 130 ára gömul en hún hafði hins vegar ekki verið í notkun síðan 1976 en var í eigu Þjóðminnasafnsins. Helgi Hóseasson var handtekinn og grunaður um verknaðinn en í frétt DV er Helgi titlaður sem húsasmiður. Hann var einmitt í heimsókn á Breiðdalsvík hjá sóknarprestinum á staðnum en það vill svo til að sá var bróðir Helga. Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði í samtali við DV að ýmsir gamlir munir hefðu glatast, þar á meðal tvær klukkur frá 17. öld. Kirkjan var nýkomin á fornleifaskrá og stóð til að gera hana upp. Helgi neitaði sök og var á endanum sleppt úr haldi en engin vitni voru að íkveikjunni. „Það er unnið að rannsókn málsins. Það er það eina, sem ég get sagt,“ sagði Amar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, í samtali við DV um málið en Arnar sagði líka að Helgi væri þekktur fyrir spellvirki.