Föstudagur 7. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lögreglubíll grýttur í Borgarnesi: „Opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki fór dansleikur á Borgarnesi betur en svo en að lögreglubíll var grýttur og brotist var inn í sælgætissjoppu. Slíkt var fylleríið að lögreglumönnum blöskraði.

Á dögunum sagði Mannlíf frá skálmöld sem ríkti á Seyðisfirði árið 1975 þar sem hópur unglinga gengu hálfgerðan berserksgang um bæinn en hinn fallegi Seyðisfjörður var ekki eini bærinn þar sem skrílslæti gerði lögregluna hvumsa árið 1975 því í Baksýnisspegli kvöldsins segjum við frá hneykslun lögreglunnar í Borgarnesi vegna fyllerísláta í gestum dansleikjar á staðnum. Sláturtíð stóð þá hvað hæst og margir í bænum og mikil drykkja í gangi. Fór svo að lögreglubíllinn var grýttur og brotist var í sjoppu sem seldi sælgæti en lætir stóðu yfir fram á morgun. Furðaði lögreglan sig á því að hækkun á áfengisverði hafi ekki haft nein áhrif á dansleikjagesti, þvert á það sem gerðist í Reykjavík.

Hér má lesa frétt Dagblaðsins um skrílslætin í Borgarnesi í september 1975:

Borgarnes: Þar hefur áfengishœkkun ekkert að segja

LÖGREGLUBÍLL GRÝTTUR,- HÁREYSTI OG SKRÍLSLÆTI

Lögreglubíllinn í Borgarnesi var grýttur aðfaranótt sunnudagsins og drykkjuskapur, háreysti og skrílslæti voru fram á morgun, að sögn lögreglunnar þar. „Hér er stórvaxandi ölvun og vandræði af fylliríi”, sagði lögreglumaður i Borgarnesi i viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Það er þveröfugt við þá reynslu, sem heyrzt hefur að sé í Reykjavík. Hér verður þess ekki vart, að hækkað verð dragi úr áfengisneyzlu. Þvert á móti. Hér stendur sláturtíðin sem hæst og kom fólk hingað hvaðanæva á dansleik, sem haldinn var í samkomuhúsinu á laugardaginn. Þar var brotin upp sælgætissala og fleiri spellvirki unnin. Lögreglumenn telja engan vafa á því, að opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar í plássinu. Í Borgarnesi eru fangaklefar fyrir 4 menn og voru þeir fljótt fullsetnir á laugardag. 4-6 þúsund króna sektir fyrir ölvun og óspektir virðast ekki hafa nein áhrif á þá, sem mest láta að sér kveða. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -