Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Merkjasending bresks togara olli banaslysi í Austurstræti: „Breyttust hljóðin í þunga stunu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjómaðurinn Ásmundur Elíasson gekk eftir Austurstræti á sunnudagskvöldi ásamt félaga sínum, óvitandi að sekúndu síðar hefði hann gengið síðustu skrefin í þessu lífi. Veturinn áður hafði hann brunnið illa þegar eldur kom upp í Dettifossi í New York en þar hafði hann starfað sem kyndari.

Sá sorglegi atburður varð í byrjun mars árið 1943, að banaslys varð í Austurstræti í Reykjavík þegar sprengjuhylki sem fylgdi merkjaljósi sem breskur togari hafði skotið á loft, féll á Ásmund Elíasson, tveggja barna föðurs, ættaðan frá Mjóafirði fyrir austan. Mildi var að ekki hlaust af annað banaslys þegar annað sprengjuhylki féll á barnaleikvöll hálftíma síðar.

 

Ásmundur Elíasson

Alþýðublaðið sagði svo frá banaslysinu:

Banaslys í Austurstræti af völdum sprengjuhylkis

Tvö sprengjuhylki féllu í Reykjavík á sunnudagskvöldið með hálftíma millibili

- Auglýsing -

Annað í Austurstræti og hitt á barnaleikvöll við Framnesveg.

ÁSMUNDUR ELÍASSON, sjómaður Breiðabliki á Seltjarnarnesi, beið bana af völdum sprengjuhylkis, sem féll í Austurstræti klukkan 8 á sunnudagskvöld. Annað sprengjuhylki mun hafa fallið um 30 mínútum síðar á barnaleikvöll vestur við Framnesveg. Reif það upp mold og grjót, sem kastaðist um nágrennið. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðinu bárust í gær frá herstjórninni var, að minnsta kosti í fyrra tilfellinu, um að ræða hylki utan af ljóssprengju, sem brezkur togari, skammt frá landi, hefði skotið.

Slysið í Austurstræti. Þessum atburðum lýsir rannsóknarlögreglan þannig, samkvæmt vitnisburðum sjónarvotta: Klukkan rúmlega 8 á sunnudagskvöld kom maður á lögreglustöðina og tilkynnti,. að hann hefði heyrt Skothvell og séð um leið mann falla á götuna í Austurstræti, milli bókaverzlunar Ísafoldar og Havana. Þegar lögreglan kom á vettvang var búið að taka manninn og töldu þeir, sem höfðu séð hann ,að hann hefði slasazt mikið. Sjónarvottur hefir lýst atburðunum þannig: „Eg var einn á gangi í Austurstræti um klukkan 8. Gekk ég eftir gangstéttinni, sunnan megin við götuna. Þegar ég var kominn á móts við Austurstræti 6 sá ég brezka sjóliða, sem gengu á undan mér. Bentu þeir upp í loftið framundan sér og sögðu eitthvað á þá leið: „Hvaða ljós er þetta“. Leit ég þá strax upp og sá þá mjög skært, lítið ljós, sem bar yfir bifreiðastöð Steindórs. í sama mund heyrði ég þyt í loftinu og heyrði um leið hvell af sprengingu rétt fyrir aftan mig. Eg leit jafn skjótt við og sá að maður var að falla á gangstéttina um það bil 6 metra frá mér. Umhverfis manninn var hvítleitur púðurreykur. Maðurinn hljóðaði sáran um leið og hann féll, en þegar hann var fallinn, breyttust hljóðin í þunga stunu. Þetta gerðist allt mjög skjótlega. Bifreið, sem kom eftir götunni var stöðvuð og flutti hún manninn í sjúkrahús“. Þá hefir maður sá, sem var í fylgd með Ásmundi Elíassyni gefið skýrslu. Voru þeir hann og Ásmundur samhliða og gekk Ásmundur nær gangstéttinni. Allt í einu heyrði maðurinn snöggan þyt og um leið gaus upp reykur allmikill, svo að hann sá ekki Ásmund í svip, fylgdi reyknum hark allmikið og ólykt. Þegar reykurinn minnkaði sá hann að Ásmundur var fallinn og að hann gerði ekki tilraun til að standa upp. Virtist hann vera mikið særður. Var hann síðan fluttur í Landakotsspítala. Það skal tekið fram að þetta sprengjuhylki braut úr gangstéttinni í Austurstræti og gat á rúðu í næsta húsi. Sáust þessi verksummerki í gær á götunni. Hernaðaryfirvöldin tóku sprengjuhylkið til rannsóknar. Var það 25 cm. langt og 3 tommur á þykt.

Ásmundur Elíasson var mikið slasaður. Lést hann í sjúkrahúsinu í gærmorgun. Ásmundur mun hafa verið 38 ára að aldri, kvæntur og átti 2 kornung börn. Hann var ættaður frá Norðfirði. Ásmundur var kyndarí á Dettifossi, fékk hann all mikil brunasár, þegar eldurinn kom upp í skipinu í New York í vetur.

Sprengjuhylkið sem féll á barnaleikvöllinn.

Þá féll og annað sprengjuhylki nokkru síðar á barnaleikvöll, sem er við Framnesveg. í gær kom maður til lögreglunnar og gaf henni eftirfarandi skýrslu: ,,Á sunnudagskvöldið klukkan um 8,30 var ég, ásamt konu minni á gangi vestur Framnesveg. Þegar við vorum komin að gatnamótum Framnesvegar og Sellandsstígs heyrðum við skothvell, sem virtist koma frá sjónum. Við héldum áfram og gáfum þessu ekki neinar gætur. En þegar við höfðum gengið um 50 metra heyrðum. við hvin í loftinu og sáum að eitthvað féll á barnaleikvöll þarna við götuna. Rótaðist við það upp mold og grjót og dundí hvort tveggja á næstu húsum. Í gær var grafið í leikvellinum eftir hylkinu og fannst það svo djúpt niðri, að maður stóð í brjóst í holunni! Brezki sendifulltrúinn gekk í gær á fund utanríkisráðhérrá og tjáði honum harm sinn út af dauðaslysinu í Austurstræti og vottaði honum samhyggð sína og brezka flotaforingjans hér.

Þjóðviljinn fjallaði einnig um málið og útskýrði betur hvers konar sprengjuhylki var um að ræða. Hér er brot úr þeirri frétt:

Ljósmerki frá brezkum togara verður Íslending að bana

- Auglýsing -

Slysið varð í Austurstræti á sunnudagskvöldið

Um klukkan 8 í fyrrakvöld féll hylki af merkjaljósi (signalflare) niður í Austurstræti, sprakk þar og slasaði mann, sem var á ferð þar sem það kom niður, svo mjög að hann lézt á sjúkrahúsi í gærmorgun. Maður þe^si hét Ásmundur Elíasson, skipverji á Dettifossi. Hann var ættaður úr Mjóafirði, 38 ára, kvæntur og átti tvö börn. Ljósamerki þessu var skotið af brezkum togara. Hylkið mun hafa verið um 25 cm. langt. Þar sem það kom niður braut það skarð í gangstéttina og fór brot úr því gegnum sýningarglugga skammt frá. Brezki sendifulltrúinn hér gékk í gærmorgun á fund utanríkismálaráðherra og lét í ljós samhryggð sína og brezka flotaforingjans út af atburði þessum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -