Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Nágranni sendi pítsur og leigubíla heim til fjölskyldu: „Léttir að vita hver þessi drusla var“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæðinu var vægast sagt ósáttur árið 1996 þegar fjölskylda hans var fórnarlamb sífelldra símahrekkja en DV sagði frá málinu.

„Það var hringt heim til mín mörgum sinnum síðastliðna nótt og viðhaft svo dónalegt orðbragð að það er ekki prenthæft. Það komu sex leigubílar heim til mín frá þremur leigubílastöðvum. Það komu tveir sendlar með pítsur frá tveimur pítsustöðum. Það var reyndar hringt heim til mín frá þriðja staðnum til að kanna hvort við hefðum pantað pítsu. Ósköpin enduðu svo með því að tvisvar var hringt frá Pósti og síma og talvél sagði: Þetta er símstöðin. Beðið hefur verið um upphringingu á þessum tíma,“ sagði fjölskyldufaðirinn

„Mér þótti þetta helvíti hart. Það voru svo margir sem höfðu verið ónáðaðir í kringum þetta dæmi. Og ég ákvað að finna einhverja leið til að grafast fyrir um þetta úr því að Póstur og sími gat ekki hjálpað mér,“ hélt heimilisfaðirinn áfram. Hann hafði samband við leigubílastöð til að athuga hvort einhverja hjálp væri þar að finna. Kom þá í ljós að öll símtöl voru tekin upp á segulband.

„Við fórum öll fjölskyldan til að hlusta á upptökuna. Það hlustaði eitt í einu og skrifaði nafn á blað og síðan var blaðinu hvolft. Í ljós kom að við höfðum öll skrifað sama nafnið. Við þekktum sem sé þann sem hringdi og það var nágrannapiltur frá virðulegri fjölskyldu. Ég hafði verið liðsstjóri hans í 4. flokki í fótbolta. Pilturinn hafði einnig oft fengið far með syni mínum í skóla. Það var mikill léttir að vita hver þessi drusla var. Áður var ég reiður út í alla. Ég vorkenni honum en ég ætla samt að kæra hann.“

Þurfa borga lögfræðikostnað

Daginn eftir kom svo framhaldsfrétt um málið í DV þar sem skýru ljósi var varpað á það.

„Það komu til mín nokkrir niðurbrotnir piltar í morgun og báðu mig fyrirgefningar,“ sagði heimilisfaðirinn við DV. „Þeir sögðu það tilviljun að ég hefði orðið fórnarlamb þeirra, það hefði alveg eins getað verið einhver kennari eða skólastjóri. Þeir voru að halda upp á eitthvað og ætluðu að hrekkja einhvern sem þeir þekktu allir. Þetta eru piltar nálægt tvítugu og ég hafði verið liðsstjóri þeirra í fótbolta.“

„Það varð að samkomulagi að ég dreg kæruna til baka en þeir ætla að slá saman fyrir þeim lögfræðingskostnaði sem ég hef þegar orðið fyrir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -