Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
4 C
Reykjavik

Óður farþegi nefbraut Jón leigubílstjóra í miðri ferð: „Því miður ekkert einsdæmi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur oft verið mjög erfitt að vera leigubílstjóri en því fékk Jón Halldórsson að kynnast þann 26. nóvember 2006 en DV greindi frá málinu.

Forsaga málsins er sú að Jón sótti ölvaðan farþega í Hafnarfjörð og var ferðinni heitið austur fyrir fjall en allt í einu sturlaðist farþeginn úr reiði og sló Jón í hnakkann meðan þeir voru á 90 kílómetra hraða. Við höggið brotnuðu tvær tennur í Jón og nefbrotnaði hann einnig en sem betur fer missti hann ekki stjórn á bílnum og náði að stoppa við Litlu kaffistofuna þar sem hann reif manninn út úr bílnum.

Jón segir að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem ráðist er á hann á þeim fimm árum sem hann hefur starfað sem leigubílstjóri. „Ég lenti síðast í svona uppákomu í sumar sem leið þegar ung stúlka réðst á mig og reif í hárið á mér. Ég var svo einmitt að tala við annan félaga minn á stöðinni sem lenti í því að vera skorinn á háls af farþega, þannig að þetta er því miður ekkert einsdæmi og í raun ekki það alvarlegasta, því miður,“ sagði Jón við DV.

Eftir að hafa verið hent úr leigubílnum byrjaði maðurinn að kasta grjóti í bíla sem keyrðu framhjá og í Litlu kaffistofuna.

„Ég hef það nú fyrir venju að keyra hring í kringum húsið fyrst á morgnana og ég tók eftir því að á bak við húsið stóð dökkklæddur maður í frakka sem var búinn að brjóta rúðu í hurðinni,“ sagði Stefán Þormar, rekstrarstjóri Litlu kaffistofunnar, um málið við DV. „Þegar hann sá mig varð hann svo alveg brjálaður og var með fullar lúkur af grjóti. Hann var ekkert sérstaklega árennilegur,“ en samkvæmt sjónarvottum þurfti þrjá lögreglumenn til að koma handtaka manninn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -