Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Próflaus strætóbílstjóri dæmdur fyrir að draga sjötuga konu 80 metra með vagninum í Árbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Strætóbílstjóri var dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt árið 2001 en Morgunblaðið greindi frá þessu á sínum tíma.

Forsaga málsins er sú að kona hafði verið ráðin sem strætóbílstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) og hlaut hún dóm fyrir loka afturdyrum vagnsins á sjötuga kona með þeim afleiðingum að vagninn dró konuna með sér 80 metra en atvikið átti sér stað í Rofabæ í Árbænum. Hin sjötuga kona brotnaði á öxl, viðbeini og ökklum. Þá skröpuðust höfðu mjúkir vefir skrapast af olnboga og framhandlegg hennar auk annarra meiðsla.

Margdæmdur ökufantur

Þegar þetta atvik komst upp kom í ljós að konan hafði verið margdæmd fyrir umferðalagabrot á árinum 1980 til 1992 þar á meðal hafði hún tvívegis verið dæmd fyrir ölvunarakstur og svipt ökurétti í tvígang. Þá hafði konan verið svipt ökurétti í eitt ár sjö mánuðum áður en hún dró konuna eftir götum borgarinnar.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Lilja Ólafsdóttir hjá SVR að konan hafi ekki gefið upp neitt af þessu á umsókn og hafi ekki vitað af þessu fyrr en dómurinn var kveðinn upp. Hún sagði einnig að konan hefði ekki verið ráðin ef SVR hefði vitað af þessu. Lilja bætti því svo við að SVR myndi ekki biðja fólk um sakarvottorð þrátt fyrir þetta atvik.

„Við munum miklu frekar fara fram á að fólk gefi okkur glöggar upplýsingar um hvort eitthvað í ferli þeirra, þó sérstaklega að því er varðar ökuferil, sé athugavert,“ sagði Lilja í lokin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -