Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Próflaus strætóbílstjóri ók yfir á rauðu ljósi og klessti á bíl: „Ég gerði þetta óvart“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birni Baxter Herbertssyni var sagt upp störfum sem strætóbílstjóra árið 2004 eftir að hafa ekið á bíl og yfir á rauðu ljós en þá kom í ljós að hann var próflaus.

„Honum hefur verið sagt upp störfum,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, við DV um málið á sínum tíma. „Hann hafði framvísað ökuskírteini þegar hann var ráðinn í júní,“ hélt Ásgeir áfram. „Við höfum ekki þá vinnureglu að athuga hvort ökuskírteini séu rétt. Við göngum út frá því að menn séu heiðarlegir. Þeir sem ekki hafa ökuréttindi geta ekki unnið hjá okkur,“ en í frétt DV er sagt frá því að Björn hafi próflaus í um fimm mánuði áður en hann var ráðinn til starfa.

Óviljaverk

„Þetta voru bara mistök,“ sagði Björn sjálfur. „Ég gerði þetta óvart og get ekkert gert að þessu. Lífið heldur áfram,“ en í viðtali við DV sagði faðir hans að það kæmi honum ekki á óvart að hann hafi keyrt á en það kæmi honum hins vegar mikið á óvart að hann hafi verið ráðinn til starfa sem strætóbílstjóri.

Grunur lék á að hann Björn hafi verið undir áhrifum áfengis við stýrið. „Við getum náttúrulega ekki gert áfengistest á öllum okkar ökumönnum áður en þeir setjast undir stýri,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Við erum með yfir áttatíu bíla á götunum í einu og treystum okkar mannskap til að vera í þannig ástandi að þeir geti keyrt.“ 

Í samtali við DV sagði vakthafandi læknir á Landspítalnum að maðurinn sem ekið var á hafa verið útskrifaður en það væri hans mat að slysið hafi verið harkalegt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -