Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Ráðist á Íslending með hníf á Strikinu: „Skar mig í andlitið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðist var á Íslending í Kaupmannahöfn árið 1997.

„Ég og félagi minn vorum að spjalla saman á íslensku þegar ókunnur maður vatt sér að okkur og spurði hvort við værum að tala við sig. Við neituðum því á ensku og héldum áfram. Þá hrópaði hann á okkur að hypja okkur burtu en við sögðumst ekki fara neitt og þeir stukku á mig,“ sagði Ólafur Sævarsson í samtali við DV um árásina en Ólafur var að ganga á Strikinu með íslenskum og dönskum félögum sínum.

Ekki liggur fyrir hversu margir árásarmennirnir voru en þegar lögregla mætti á svæðið voru þeir horfnir. Lögreglan var hins vegar ekki lengi að hafa upp á þremur þeirra og var tekin skýrsla af þeim öllum. Ólafur fór illa út úr árásinni.

„Þeir réðust á mig nokkrir og einn þeirra dró upp hníf, skar mig í andlitið við eyrað og þurfti að sauma sex spor,“ sagði Ólafur sem hafði þá búið í Kaupmannahöfn í fimm mánuði. Hann sagði ekki hafa hugmynd hvað mönnunum gekk til og ætlaði að kæra árásina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -