Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.1 C
Reykjavik

Una var rekin vegna óléttu: „Hún er kona“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona var rekin frá hársnyrtistofu fyrir að vera ólétt.

„Það gekk allt vel í upphafi þar til ég sagði atvinnurekandanum frá því, að ég væri ófrísk. Þá sneri hann við blaðinu og fór að taka mig fyrir. Það tóku allir eftir því, viðskiptavinir stofunnar og starfsfólkið, hversu illa hann kom fram við mig,“ sagði Una Sveinsdóttir í viðtali við DV árið 1986 en hún hafði verið rekin árið áður frá hársnyrtistofunni Aristókratanum. Una fór í mál við eigandann og vann. Þurfti eigandinn hársnyrtistofunnar að greiða Unu laun allt fram að fæðingu barnsins, að frádregnum einum mánuði fæðingarorlofs, alls 146 þúsund krónur auk málskostnaðar.

„Það kom fyrir að ég fór grátandi heim úr vinnunni vegna þess að hann þjarmaði svo að mér. Hann bað mig þó afsökunar einu sinni fyrir jól. En ekkert breyttist og þegar ég kom í vinnu 5. janúar 1985 þá sagði hann mér að hypja mig og koma ekki meir. Það voru vitni að samtalinu. Vegna slæmrar framkomu hans sætti ég mig ekki við þetta og vildi láta reyna á málið fyrir dómsstólum.“

Vilhelm Ingólfsson, eigandi Aristókratans, var mjög ósáttur með niðurstöðu málsins. 

„Við hvaða dómsniðurstöðu mátti búast þegar formaður Jafnréttisráðs fellir dóminn? Hún er kona. Maður gerði sér fyrirfram grein fyrir því hvernig þetta mundi fara. Það er óeðlilegt af fógeta í Kópavogi að afhenda formanni Jafnréttisráðs málið.“

„Fyrir formann Jafnréttisráðs er þetta kannski stærsti sigurinn, svona í lok kvennaáratugarins,“ sagði Vilhelm að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -