Fimmtudagur 27. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Robert Þorvaldsson bjargaði fjórum frá drukknun í Boston-flóa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Robert Þorvaldsson drýgði sannkallaða hetjudáð þegar hann bjargaði fjórum félögum sínum frá drukknun í Boston-flóa.

Vestur-Íslendingurinn Robert Þorvaldsson fór í siglingu 28. nóbember 1951, með togaranum Ballard frá Boston en þar var hann skipstjóri. Með togaranum var einnig togarinn Lynn, þar sem Robert hafði áður verið skipverji en var ætlunin að veiða úti á Boston-flóa. Mikil þoka var á svæðinu en Lynn fór á undan Ballard. Stuttu síðar fer olíuflutningaskip framhjá Roberti og félögum hans á Ballard en fimm mínútum síðar sjá skipverjar Ballard sér til skelfingar að olíuflutningaskipið hafði siglt á Lynn með þeim afleiðingum að togarinn sökk.

Robert ÞorvaldssonSlökkt var á vél Ballard og reyndu skipverjar um borð að bjarga skipverjum Lynn eftir bestu getu, þar sem þeir svömluðu í sjónum. Vegna þoku urðu þeir að elta hljóðin í sjómönnunum, þar til þeir fundu fjóra einstaklinga  sem börðust við að halda sér á floti. Voru þeir gjörsamlega búnir að vera af þreytu en Robert brá á það ráð að biðja félaga sína um að halda í fætur hans og svo teygði hann sig að ísköldum sjóliðunum. Náði hann að bjarga fjórum þeirra um borð en tveir þeirra létust síðar. Alls létust þrettán skipverjar í slysinu.

Nöfn hinna látnu

Hér má lesa um hið merkilega afrek Roberts Þorvaldssonar:

VESTUR-ÍSLENDINGUR BJARGAÐI FJÓRUM FÉLÖGUM SÍNUM FRÁ DRUKKNUN

Togari þeirra sökk eftir árekstur Þeir einir komust lífs af

- Auglýsing -

ROBERT Þorvaldsson, 28 ára gamall Vestur-Íslendingur, bjargaði nýlega fjórum mönnum frá drukknun, er togari þeirra sökk eftir árekstur í innsiglingunni til Boston. Robert Þorvaldsson er skipverji á togaranum Ballard frá Boston. Ballard fór ásamt togaranum Lynn á veiðar frá Boston í þéttri þoku. Lynn fór á undan. Er komið var nokkuð út í Bostonflóa, sigldi olíuflutningaskip fram hjá Ballard einnig á útleið. Fimm mínútum síðar kemur togarinn Ballard að þeim stað er olíuflutningaskipið hafði siglt á togarann Lynn með þeim afleiðingum að hann sökk. Vél Ballards var stöðvuð og áhöfnin reyndi eftir beztu getu að ná til áhafnarinnar af Lynn sem var á sundi á slysstaðnum. Robert Þorvaldsson gekk mjög vel fram við björgunina. Þeir skipverjar á Ballard sáu ekki til mannanna í sjónum vegna þokunnar, en sigldu á hljóð þeirra og komu um síðir auga á fjóra þeirra. Þeir voru aðframkomnir og að því komnir að láta bugast og enginn tími var til að setja út bát. Robert bað þá skipsfélaga sína að halda í fætur sér og þannig teygði hann sig niður til helkaldra mannanna í sjónum og dró þá um borð. Tveir þeirra manna, er Róbert náði til létust síðar. Robert Þorvaldsson er sonur Jakobs Þorvaldssonar og konu hans, er búa í Boston. Robert var í sjóliðinu á stríðsárunum, en hefur síðan stundað fiskveiðar eins og faðir hans og gerði. Réðist Robert fyrst á togarann Lynn, en. skipti um skipsrúm fyrir skömmu. Varð hann því til þess að bjarga fyrri skipsfélögum sínum. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -