Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ruth Reginalds þurfti að leiðrétta slúðursögur: „Ég er ekki með eyðni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1987 birti DV viðtal við ónafngreinda konu sem var smituð af eyðni. Fljótlega eftir að viðtalið birtist fór fólk að slúðra um að þetta væri söngkonan Ruth Reginalds en það var ekki rétt. Ruth þurfti að leita til fjölmiðla til að leiðrétta þennan misskilning.

„Það er eins og vissar manneskjur hafi gaman af því að bera út róg um náungann. Nú er svo komið að ég fæ hvergi vinnu, það halda allir að ég sé stúlkan með eyðnismitið sem viðtal var við í DV í fyrri viku,“ sagði Ruth við DV um málið.

En hefur Ruth einhverja hugmynd af hverju fólk dróg þá ályktun að hún væri sú sem væri í viðtalinu? 

„Ég og stúlkan, sem DV birti viðtal við, vorum saman í meðferð á Vogi í júlí og svo voru dætur okkur einu sinni vistaðar um svipað leyti á Dalbraut. Þá var ég húsnæðislaus og vantaði dagheimilispláss. En ég er ekki með eyðni. Það er meira að segja búið að mótefnamæla mig og ég var alveg hrein,“ sagði söngkonan.

„Móðir mín hefur einnig orðið óþyrmilega fyrir barðinu á þessu. Á vinnustað hennar hefur samstarfsfólk vottað henni samúð sína og lýst yfir sorg sinni yfir hvenig komið væri fyrir dótturinni. Vinkonur mínar hafa einnig hringt og grátið í símann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -