Laugardagur 7. september, 2024
10.5 C
Reykjavik

Sævar bjargaði litlu frænku sinni frá drukknun í Mosfellsbæ: „Blés í hana lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sævar Baldur Lúðvíksson var algjör hetja þegar bjargaði frænku sinni frá drukknun árið 1993.

„Magdalena datt í vatnið og fór í sjúkrabílinn. Ég hjálpaði henni,“ sagði Sævar, þá tveggja og hálfs árs gamall, við DV árið 1993 en hann bjargaði Magdalenu Björk Birgisdóttur, fræknu sinni, frá drukknun en Magdalena er ári yngri en hann Sævar.

Forsaga málsins er sú að þau voru tvö að leika á leikvelli fyrir utan hús ömmu og afa Magdalenu í Mosfellsbæ. Þau fór svo í garð, sem var töluvert frá leikvellinum, en í honum var heitavatnspottur hálffullur af rigningarvatni. Þegar þau voru við leik féll Magdalena ofan í pottinn. „Ég var inni í húsi þegar Sævar kom til mín og sagði að Magdalena væri í „vissinu“, sem er vatn. Ég skildi ekki hvað hann átti við en hann leiddi mig áfram og fór með mig út og í átt að garðinum. Mér fannst þetta vera mjög langt og trúði ekki að hún hefði farið svona langt og ætlaði að hætta við. Hann tosaði þá og reif í mig og hrópaði ákveðið: „Komdu, komdu“, og leiddi mig áfram að pottinum,“ sagði Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Magdalenu og systir Sævars.

„Ég greip hana upp og reyndi að gera það sem ég hélt að væri rétt. Hún opnaði augun og það kom aðsog en hún andaði ekki. Þá hrópaði ég á hjálp og nágrannarnir komu og einn þeirra blés í hana lífi,“ sagði Bjarney en Magdalena var flutt á Landspítalann þar sem hún dvaldi eina nótt.

Bjarney taldi að Sævar hafi reynt að toga Magdalenu úr pottinum en ekki náði því þar sem hann var blautur upp handlegginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -