Fimmtudagur 4. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segist hafa verið stöðvuð vegna litarhafts: „Fólk trúir því alltaf að lögreglan sé rasisti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 38 ára gamla Irine Finn var vægast sagt ósátt með hegðun lögreglumanna á Íslandi árið 2004 og ásakaði þá um rasisma.

„Þeir komu svona fram við mig því ég er svört,“ sagði Irine Finn í samtali við DV um málið árið 2004. Samkvæmt henni var hún stöðvuð vegna þess að hún var með bilaðan ljósabúnað og fyrir vera án ökuskírteinis en lögreglumennirnir spurðu ítrekað hvort hún væri íslensku ríkisborgari. „Ég spurði hvaða máli það skipti,“ sagði Irine. „Lögreglumaðurinn hafði tekið debetkortið mitt en vildi ekki láta mig fá það nema ég svaraði spurningunni. Ég hef átt heima hérna í fimmtán ár og þarf ekki að sanna fyrir neinum að ég sé íslenskur ríkisborgari.Þeir spurðu mig bara af því ég er svört.“

Á endanum fékk hún þó kortið sitt baka en hún var sektuð um 15.000 krónur. Samkvæmt skýrslu lögreglumannanna á hún að hafa sýnt mótþróa.

„Við getum illa ráðið við þetta. Reglurnar á Schengen-svæðinu gera það að verkum að eftirlit með landamærum er orðið innan landamæranna. Þannig ber lögreglumönnum að kanna skilríki þeirra sem við teljum vera útlendinga. Þetta er hins vegar veruleikinn sem við búum við. Það er erfitt fyrir lögregluna að sjá hver er með íslenskan ríkisborgararétt og hver ekki. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, við DV.

„Við eigum svo erfitt með að verja okkur,“ sagði Geir Jón einnig. „Fólk trúir því alltaf að lögreglan sé rasisti og auðvitað getur okkur orðið á. Við erum samt bara að fylgja þeim reglum sem okkur eru settar og það er erfitt að komast hjá árekstrum.“

Irene vildi að lokum koma eftirfarandi skilaboðum til lögreglunnar:

„Ég er sektuð fyrir að vera svört. Það er eins og ég sé hryðjuverkamaður. En þið ættuð að muna hvað kom fyrir bandarísku fangaverðina í Írak sem pyntuðu fangana í Abu Ghraib. Rasismi verður ekki liðinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -