Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sigmar rúmfastur eftir líkamsárás í Austurstræti: „Hann var með hnúajárn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn átján ára Sigmar Hafsteinn Lárusson átti sér einskis ills von þegar hann fór að skemmta sér með nokkrum félögum sínum í miðborg Reykjavíkur eina októberhelgi árið 1990. Átti hann eftir að enda á slysadeild eftir barsmíðar.

Sigmar Hafsteinn hafði verið búinn að skemmta sér á Glaumbar og á Fimmunni með félögum sínum en um klukkan fjögur um nóttina áttu þeir leið framhjá Reykjavíkurapóteki í Austurstræti er tveir jafnaldrar þeirra urðu á vegi þeirra. Sigmar kannaðist við annan þeirra en þeir fóru að rífast út af einhverju. Skyndilega réðist hinn aðilinn á Sigmar og barði hann fast í höfuðið. Fannst Sigmari höggið óvenju fast en komst síðan að því að hann var með hnúajárn. Lét kauðinn höggin dynja á Sigmari sem náði að skella honum í jörðina en hlaut stuttu síðar höfuðhögg frá fólinu. Lögreglu bar skjótt að og handtók piltana tvo en þegar Sigmar steig upp í bíl lögreglunnar leið yfir hann, enda hafði hann misst talsvert blóð í árásinni og hlotið mörg höfuðhögg. Hlaut hann alls tíu skurði á höfði í árásinni og var rúmfastur um tíma.

Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun DV um árásina fólskulegu:

18 ára piltur hlaut tíu skurði á höfði í átökum:

Laminn með hnúajárni af jafnöldrum sínum
– eftir að hafa lent 1 deilum við þá

Við vorum nokkrir félagar saman og höfðum meðal annars verið á Fimmunni og Glaumbar. Um klukkan fjögur um nóttina mættum við tveimur piltum í Austurstræti. Það kom til deilna á milli mín og annars þeirra sem ég þekki. Síðan réðist hinn allt í einu á mig. Mér fannst hann óeðlilega höggþungur. Ég áttaði mig ekki strax á því að hann var með hnúajám – áður hélt hann höndinni í vasanum. Hann náði að slá mig aftan á höfuðið, hálsinn, eyrað og víðar. Ég náði síðan að skella honum niður. Þá sá ég hnúajárnin. Hann kýldi mig upp í höfuðið og ég datt út á milli höggana,“ sagði Sigmar Hafsteinn Lárusson, 18 ára piltur, sem liggur rúmfastur eftir að hafa verið sleginn með hnúajárni fyrir framan Reykjavíkurapótek í Austurstræti aðfaranótt laugardagsins.

- Auglýsing -
Sigmar hlaut tíu skurði á höfði.

Þegar DV talaði við piltinn í gær var hann dofinn og hafði höfuðverk og eymsli í nefi, hálsi og baki eftir barsmíðarnar. Hann hlaut um tíu skurði á höfði og þurfti mikið að sauma hann á slysadeild. Vinstra eyra hans og höfuð bera þess glögg merki að hann var laminn með hnúajárni. Sigmar var fluttur á slysadeild um nóttina en ofangreindir tveir piltar, sem einnig eru 18 ára, voru handteknir og settir í fangageymslur lögreglunnar.
„Í átökunum vorum við svo slitnir í sundur og var ég þá orðinn hálfvankaður og ruglaður. Lögreglan var mjög fljót á staðinn. Félagar mínir ætluðu að svara fyrir mig en lögreglan náði að stöðva átökin. Hún tók mig svo upp í bíl en þar leið yfir mig. Þegar ég rankaði við mér var ég alblóðugur. Ég var svo fluttur á slysadeildina,“ sagði Sigmar Hafsteinn Lárusson. Sjónavottar voru nálægir um nóttina og báru þeir vitni hjá lögreglu um ofangreinda atburði.  

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -