Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Skotið á Guðjón á rjúpnaveiðum: „Ég skalf og nötraði eftir þessa lífsreynslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var að klöngrast upp í brekkuna og klifra þarna í haftinu þegar ég fann allt í einu þyt við höfuð mér. Ég sneri mér við og leit um öxl og sá þá mann í jeppa á veginum um 150 metra frá mér. Ég hugsaði með mér í skelfingu hvort það gæti verið að hann væri að skjóta á mig,“ sagði Guðjón Björnsson rjúpnaskytta í viðtali við DV árið 1996 en atvikið átti sér stað í landi Hrauns í Fljótum, rúmum 20 kílómetrum frá Siglufirði. Guðjón var ásamt félaga sínum að veiða rjúpur þegar atvikið gerðist.

„Hann ók í burtu þegar hann sá að ég veitti honum eftirtekt. Síðan sneri hann við og þrusaði tveimur eða þremur haglaskotum. Þar með vissi ég að hann var að fæla okkur úr fjallinu. Ég var alveg skíthræddur og öskraði á hann hvort hann væri orðinn brjálaður. Síðan skaut ég með minni byssu upp í bergið og þá var eins og hann rankaði við sér og að því búnu fór hann í burtu,“ sagði Guðjón og tók fram að honum liði mjög illa eftir þetta atvik.

„Ég skalf og nötraði eftir þessa lífsreynslu og við fórum heim. Ég lagði mig og vaknaði með martröð, kófsveittur. Svo fór ég á lögreglustöðina og gaf skýrslu um atburðinn,“ sagði veiðimaðurinn.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn sem skaut í átt Guðjóns ekki landeigandi staðarins en hann sé sjálfur með leyfi til að veiða á svæðinu. 

„Spumingin er hvort hann skaut úr rifflii fyrst eða hvort mér misheyrðist. Það liggur fyrir að hann skaut haglaskotunum og ég hirti skothylkin af veginum. Ég vil ekkert segja um sekt hans en krafa mín er sú að málið verði rannsakað,“ hélt Guðjón áfram. „Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi haft leyfi til að veiða þarna. Það er heldur ekki málið og það sem ég vil er að rannsakað verði hvað manninum gekk til. Það er óþolandi að eiga yfir höfði sér slíka atburði. Ég hef enn ekki fengið botn í það hvað manninum gekk til,“ sagði Guðjón lokum.

Samkvæmt DV neitaði hinn meinti árásarmaður öllum ásökunum og lagði fram gagnkæru á hendur Guðjón en ekki kom fram hvers vegna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -