Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Stóra súpumálið á Litla-Hrauni: „Alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fangar á Litla-Hraun fengu óvænta ábót með matnum árið 2004.

Það er ekki á hverjum degi sem greint er frá mat í íslenskum fangelsum en fangar á Litla-Hrauni fengu súpu með gleraugum árið 2004. Líklega var um hrekk að ræða.

„Maður hrekkur náttúrulega við þegar svona gerist,“ sagði Páll Ingimarsson, kokkur á Litla-Hrauni, árið 2004 í viðtali við DV. Þá var greint því að fangar á gangi tvö hefðu fundið gleraugu í súpupotti sem Páll eldaði. „Ég veit ekki hversu alvarlegt mál þetta er en ég hef fært sannanir fyrir því að þetta eru ekki mín gleraugu. Það getur að sjálfsögðu gerst að gleraugun renni úr brjóstvasanum hjá manni þegar verið er að hella súpunni í daliana. Ég kannaði þetta mál þegar það kom upp og gleraugun mín voru hérna inni í hillu.“ 

„Auðvitað er þetta leiðinlegt mál. Eflaust einhvers konar mistök. Það er vottað að ég er með mín gleraugu,“ sagði kokkurinn en hann hafði sjálfur lítinn húmor fyrir þessum ásökunum. „Ég hellti súpunni í sjálfur og það er alveg á hreinu að gleraugun voru ekki í dallinum áður en súpan fór í þá.“ 

„Þetta er ágætisstarf, vinnutíminn er góður. Yfirleitt er þetta eins og hver annar vinnustaður. Þetta er bara einhver vandræðagangur. Það eru alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað, sumir eru bara þannig gerðir,“ sagði hann um starfið en hann hafði unnið til margra ára sem kokkur á Hrauninu.

„Það eina sem við vitum er að gleraugun eru ekki komin frá starfsfólki eldhússins,“ sagði Kristján Stefánsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, og reiknaði með að um hrekk væri að ræða. 

- Auglýsing -

„Við munum ekki gera meira í þessu máli,“ sagði Kristján að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -