Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Stórbruninn á Sökku – Hetjudáð Ara Þorgilssonar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ari Þorgilsson drýgði sannkallaða hetjudáð er hann vakti íbúa stórbýlisins Sakka í Svarfaðardal en hann hafði orðið var við eld sem kviknað hafði í húsinu.

Fyrsta febrúar árið 1956 varð Ari Þorgilsson, heimilismaður á Sakka í Svarfaðardal, var við eld sem kviknað hafði innandyra. Klukkan var eitthvað gengin í tvö um nóttina og heimilisfólkið allt steinsofandi. Nema Ari. Vakti hann alla í húsinu undir eins og mátti litlu muna að bani hlytist af brunanum, svo tæpt var það. Ari var sá eini sem slasaðist í brunanum en það meiðslin, sem ekki voru alvarleg, hlaut hann er hann kom sér út úr húsnæðinu út um glugga. Tjónið af völdum brunans var afar mikið, ekki síst tilfinningalega.

Tíminn fjallaði um hetjudáð Ara á sínum tíma sem má lesa hér í óbreyttri mynd:

Bærinn að Sökku í Svarfaðardal brann til kaldra kola í fyrrinótt

Mátti litlu muna, að mannbjörg úr eldinum brygðist, — Mikið eignatjón og tilfinnanlegt.

Í fyrrinótt varð mikill eldsvoði í Svarfaðardal. Bærinn á Sökku brann til kaldra kola á röskum klukkutíma. Fólk bjargaðist nauðulega á nærklæðunum. Einn heimilismanna hlaut smávægileg meiðsli, en litlu munaði að stórslys yrði. Innbú allt brann, og var lágt vátryggt. Sakka er stórbýli. Var þar ágætt og héraðsfrægt menningarheimili, bókakostur mikill og góður húsbúnaður. Er tjón hjónanna á Sökku, Gunnlaugs Gíslasonar bónda og Rósu Þorgilsdóttur, mikið.

Það var klukkan að ganga tvö í fyrrinótt, að Ari Þorgilsson, heimilismaður, varð eldsins var. Vakti hann þegar heimilisfólkið. Eldurinn magnaðist á svipstundu og slapp fólk nauðuglega út úr húsinu áður en það yrði alelda.

Presturinn sótti slökkviliðið

Ari Þorgilsson hlaut minniháttar meiðsli er hann fór út um glugga en aðra heimilismenn sakaði ekki. Heimilisfólki tókst að ná símasambandi við prestsetrið á Völlum, og ók séra Stefán Snævar þegar til Dalvíkur að sækja hjálp. Kom slökkvilið og læknir staðarins fljótt á vettvang, en þá var húsið mjög brunnið og björgun ógerleg. En útihús tókst að verja.

Framhús úr timbri

Á Sökku var bærinn í gömlum stíl, fremst langhús úr timbri og járnklætt, en á bak við það búr og eldhús og þar næst baðstofa. Langhúsið var byggt 1934, en önnur hús voru eldri. Sonur bónda, Þorgils og Olga Steingrímsdóttir kona hans, sváfu á lofti langhússins, svo og Ari Þorgilsson, er fyrst varð eldsins var. Telja heimamenn, að ef fólk hefði vaknað fimm mínútum seinna hefði verið tvísýnt um björgun fólksins úr eldinum. Gunnlaugur á Sökku hefir lengi búið rausnarbúi og hefir stórbætt jörðina. Sakka er 6 km. frá Dalvík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -