Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Stórgrýti féll á fót tólf ára Hafnfirðings: „Ég var hræddur um að þeir mundu taka af mér fótinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 12 ára Hafnfirðingur, Stefán Bryde lenti heldur betur í leiðinlegri lífsreynslu í september 1975, þegar bjarg féll á fót hans.

Stefán Bryde, var staddur í hrauni nærri heimili sínu í Norðurbæ Hafnarfjarðar 12. september 1975 þegar hann varð fyrir því óláni að bjarg féll á fót hans og slasaði. Stefán lá eftir slasaður með fótinn fastann á milli tveggja bjarga. Alls tók það viðbragðsaðila 45 mínútur að ná steininum ofan af fæti Stefáns en hann var eftir það fluttur á bráðadeildina en síðan á barnadeild Landspítalans, þar sem hann þurfti að ligga í minnst þrjár vikur eftir að hafa gengist undir aðgerð á fætinum.

Dagblaðið tók viðtal við stráksa þar sem hann sagðist hafa óttast að fóturinn yrði tekinn af honum þar sem hann lá fastur undir honum. Hér fyrir neðan má lesa frétt Dagblaðsins:

MEÐ SUNDURTÆTTAN FÓT MILLI BJARGA í 45 MÍNÚTUR

Óvenjuleg lífsreynsla 12 ára Hafnfirðings

„Ég var dálítið hræddur um, að þeir mundu bara taka af mér fótinn þarna við steininn. Ég fann dálítið mikið til, en svo kom læknir og gaf mér sprautu og þá hætti ég næstum alveg að finna til.” Þetta sagði 12 ára Hafnfirðingur, Stefán Bryde Laufvangi 4 i Hafnarfirði, er við litum inn til hans á Barnadeild Landspítalans í gær. Stefán varð fyrir óvenjulegu slysi 12. september sl. Hann var þá staddur skammt frá heimili sínu í Norðurbænum nýja, en þó úti í hrauninu, þar sem börn eru oft að leik. Stærðarsteinn, sem af einhverjum orsökum var laus við hraunbjörgin umhverfis, rann þá til og lenti hægri fótur Stefáns milli tveggja bjarga. Var Stefán þar fastur og fóturinn sýnilega illa farinn.

Gjótan þar sem stórgrýtið féll á Stefán.

Sjúkralið og lögregla kom á vettvang ásamt fleiri aðstoðarmönnum. Tók það 45 mínútur að ná steininum ofan af fæti Stefáns. Varð að hafa miklar tilfæringar við það verk, rör spennt á milli klettanna og tjakkar notaðir til að spenna björgin hvort frá öðru. Það voru því miklar mannraunir og næsta óvenjulegar, sem þessi 12 ára drengur varð að ganga i gegnum þarna á slysstaðnum. Stefán litli var fluttur i slysadeild Borgarspítalans en síðan í Landspítalann, þar sem hann verður að liggja í minnsta kosti þrjár vikur, eftir „plastiska’ skurðaðgerð, sem á fæti hans var gerð. Rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði telur fulla ástæðu til að þessar hraungjótur veröi athugaðar og lausum hellum velt á öruggari staði. Dagblaðið fór á slysstaðinn, sem er vart meira en 50 m frá stórum íbúðarblokkum, þar sem mikið er um börn, sem oft sækja út i hraunið til leikja. Má hiklaust segja, að i þessum gjótum sé fullt af slysagildrum og þar gætu hæglega orðið mörg slys, ef ekki verður að gætt.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -