Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Strætóbílstjóri rekinn eftir 25 ára starf: „Sáttari ef það hefði verið gullúr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Árnason, strætóbílstjóri, var rekinn fyrir að vera í annari vinnu árið 1995.

Strætóbílstjórinn Sigurður Árnason var heldur betur hissa að fá uppsagnarbréf í hendurnar ef að hafa verið kallaður á fund forstjóra í júní árið 1995. Sigurður var talinn af yfirmönnum og samstarfsmönnum góður starfsmaður.

„Þann 9. júlí næstkomandi verða 25 ár liðin frá því ég hóf störf hjá SVR. Á þeim tíma var erfitt að fá menn til þess að keyra strætó því flestir meiraprófsbílstjórar voru að vinna við virkjanir eða aðrar stórframkvæmdir á landinu, sem miklu meira var að hafa upp úr. Þannig að manni finnst þetta frekar skrítið,“ sagði Sigurður við Morgunpóstinn í viðtali. „Maður hefði nú verið sáttari ef það hefði verið gullúr.“

Nýjar reglur SVR, sem sáu um strætóaksturinn þá, bönnuðu Sigurði að vera í annari vinnu samhliða að keyra strætó en Sigurður hafði unnið í 20 ár á Skólaskrifstofu Reykjavíkur án athugasemda SVR.

„Ég veit að þegar Sigurður var boðaður á fund forstjórans héidu menn að það ætti að fara að heiðra hann fyrir vel unnin störf, með gullúri eða einhverju í þá veru, en það bjóst enginn við því að hann fengi uppsagnarbréf,“ sagði samstarfsmaður Sigurðar hjá SVR sem vildi ekki koma undir nafni.

„Manni þótti orðið mjög vænt um þetta starf. Ég hafði byggt mitt lífsmunstur upp á þennan veg svo það mun hafa mikil áhrif á líf mitt þegar ég hætti þarna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -