Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Stuðmenn héldu stofutónleika fyrir hópi kvenna – Nær máttlausar af hrifningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur heppina vinkvenna datt í lukkupottinn árið 1975 er þau unnu einkatónleika Stuðmanna, heima í stofu.

Árið 1975 kom út fyrsta hljómplata Stuðmanna en bar hún nafnið Sumar á Sýrlandi. Í eitt plötuumslagið hafði hljómsveitin sett verðlaunamiða en átti sá er fékk miðann að fá Stuðmenn inn á stofu hjá sér þar sem þeir myndu spila lög af plötunni.

Nú-tíminn, partur af blaðinu Tíminn, skrifaði vægast sagt skemmtilega grein um þennan undanfara Hafnfirsku tónleikahátíðarinnar Heima. Ljósmyndirnar sem fylgdu greininni eru ómetanlegar.

„Það var stór hópur kvenna sem var stálheppinn um daginn, er Stuðmenn léku í stofunni heima hjá þeim,“ segir í byrjun greinarinnar. Haft var eftir einum Stuðmannanna að konurnar hefðu hringt í þá og tilkynnt um vinninginn. „Já, það var þannig, að konurnar hringdu í viðtalstíma Stuðmanna (milli 5-7 á föstudögum) og sögðu að þær hefðu þennan miða undir höndum, en símanúmer okkar var ritað á miðann með Stuðmannastöfum.“

Það var svo á þriðjudagsmorgni að Stuðmenn komu heim til kvennanna, án þess að gera boð á undan sér. „Okkur þykir það gott, að miðahafar skuli vera stór hópur kvenna, því okkur verður vel til kvenna,“ sagði einn Stuðmannanna er þeir mættu á svæðið.

Samkvæmt grein Nú-tímans voru konurnar mjög hrifnar af „fágaðri framkomu“ Stuðmanna en þeir dvöldu í stofu þeirra í þrjá klukkutíma og spiluðu léku öll lög plötu sinnar tvisvar sinnum og b-hlið næstu plötu einu sinni. Þá segir einnig að konurnar hafi verið mjög ánægðar með heimsókina. „Urðu konurnar nær máttlausar af hrifningu enda stigu Stuðmenn dans við þær. Og höfðu konurnar á orði, að jafn fölskvalausu látbragði hefðu þær aldrei kynnzt.“

- Auglýsing -

Stuðmenn sögðust hafa verið stressaðir að spila í fyrsta skipti heima í stofu hjá einhverjum. „En ósvikin hrifning kvennanna svo og svo þessi útlenzki hljómburður hérna, gerði það að verkum að taugaóstyrkurinn hvarf eins og Stuðmannaplata úr hljómplötuverzlunum!“

Eftir tónleikana kíktu Stuðmenn út á götu hvar voru fyrir nokkur börn. En þegar íbúar hverfisins birtust fylktu liði í skrúðgöngu, með lárviðarsveig, létu Stuðmenn sig hverfa. Samkvæmt Nú-tímagreininni.

Á þessum tíma komu Stuðmenn aldrei fram nema með furðulegar og allt að því óhugnanlegar grímur. Myndirnar sem fylgja fréttinni og teknar af Gunna ljós, eru stórkostlegar og eins og segir í upprunalegu greininni, myndirnar skýra sig eflaust sjálfar.

- Auglýsing -


Baksýnisspegill þessi birtist upphaflega 1. október 2021.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -