Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Taldi jórdanskan sjáanda geta fundið Geirfinn – Ekkjan ferðaðist til Jerúsalem í von um svör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkja Geirfinns Einarssonar lagði upp í ferð alla leið til Jerúsalem, höfuðborgar Palestínu, haustið 1975 í örvæntingafullri leit að svari um hvarf eiginmannsins, sem hvarf ári áður.

Það var jórdanskur maður sem bjó á þeim tíma í Reykjavík sem benti henni á svokallaðan „sjáanda“ og samlanda mannsins, sem byggi í Jerúsalem. Taldi Jórdaninn nokkuð víst að sjáandinn gæti fundið Geirfinn. Lagði því ekkja hans upp í ferð ásamt rannsóknarlögreglumanninum Hauki Guðmundssyni, í veikri von um að ráðgátan um Geirfinn myndi ráðast. Svo fór þó ekki, því miður, en enn þann daginn í dag hefur hvorki fundist tangur né tetur af Geirfinni Einarssyni.

Hér má lesa frétt Dagblaðsins um hið sérstaka ferðalag:

Jórdanski „sjáandinn“ sá ekki neitt — gátan um hvarf Geirfinns enn óleyst

Jórdanski „sjáandinn” sá ekki neitt, sem varpar ljósi á hvarf Geirfinns Einarssonar, sem ekkert hefur spurzt til frá því í nóvember í fyrra. Mest fyrir áeggjan jórdansks manns, sem hér er búsettur, fór kona Geirfinns til Jerúsalem til þess að hitta þar mann, sem sagður er hafa yfirskilvitlega hæfileika í von um að hann gæti orðið að liði við lausn þessa máls. Að sögn þessa landa „sjáandans” hafði hann talið víst að hann myndi upplýsa málið. „Sjáandinn” kvað þetta því aðeins mögulegt, að einhver mjög nákominn.Geirfinni kæmi til fundar við sig þar sem hann býr í borginni Jerúsalem. Landi „sjáandans” var reiðubúinn að fara sem leiðsögumaður og túlkur. Að beiðni konu Geirfinns Einarssonar fór Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í sínum orlofstíma með konu Geirfinns og leiðsögumanninum til Jerúsalem. Þau hittu „sjáandann” og dvöldust vikutíma í borginni. Eru þau nú komin heim, en leiðsögumaðurinn er væntanlegur innan tíðar. Ekki varð þessi för til þess að leysa á nokkur hátt gátuna um hvarf Geirfinns Einarssonar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -