Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Þóra áhyggjufull vegna fullra flugfarþega: „Ganga berserksgang í háloftunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í frétt DV frá árinu 1998 var rætt við Þóru Sen, skrifstofustjóra Flugfreyjufélagi Íslands, um að ofbeldi flugfarþega hafa verið aukast á þeim tíma.

„Vaxandi ofbeldi og yfirgangur farþega í flugvélum er orðið mjög mikið áhyggjuefni hjá áhafnarmeðlimum hér heima sem og erlendis. Flugþjónar og flugfreyjur eru því miður illa sett ef farþegar ganga berserksgang í háloftunum. Þetta er gríðarlegt öryggisatriði því þetta varðar öryggi allra farþega sem eru um borð í flugvélum. Ef ekkert verður að gert þá gæti þetta endað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þóra við DV um málið.

Í fréttinni eru rifjuð upp þrjú alvarleg atvik sem komu upp á árinu þar sem farþegar ógnuðu öryggi annarra farþega eða áhafnar vélarinnar á vegum Flugleiða. Sagt er frá Bandaríkjamanni sem sparkaði upp hurð á flugstjórnarklefa vélarinnar sem hann var í en hann var á endanum yfirbugaður af áhöfn. Þá var einnig sagt frá farþega sem sturlaðist þegar honum var meinað að reykja og hóf að henda koddum og hrækja á aðra farþega. Maðurinn var bundinn niður og teppi sett yfir höfuð hans.

Þóra sagði einnig frá málþingi sem hún sótti á vegum Alþjóðasamtaka flugfreyja og flugþjóna og þar voru þessi ofbeldismál farþegar rædd.

„Á málþinginu kom fram að óhófleg áfengisdrykkja spilar stóra rullu í ósæmilegri hegðun farþega. Dæmi eru um að farþegar fari í eigin áfengi fríhafnartolls ef þeir fái ekki fleiri drykki hjá flugfreyjum um borð. Það eru einnig til dæmi þess að fólk sem neytir lyfja drekkur síðan áfengi sem er auðvitað af hinu slæma. Það var einnig mikið rætt um að streita og spenna komi við sögu. Það kom einnig fram á málþinginu að virkja þarf betur flugvallarstarfsmenn og láta þá fylgjast betur með farþegum á flugvöllum. Ef þeir sjái einhverja farþega sem haga sér undarlega þá séu þeir frekar kyrrsettir en að þeim sé hleypt upp í flugvélar,“ sagði Þóra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -