Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hin fjögurra ára Þórey bjargaði lífi tveggja ára frænku sinnar: „Hún gat ekkert sagt hvað gerðist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin fjögurra ára Þórey Magnúsdóttir sýndi heldur betur hetjuskap árið 1993 þegar hún bjargaði lífi tveggja ára frænku sinnar.

„Helga Þórunn klifraði upp á grillið og datt,“ sagði Þórey Magnúsdóttir við DV um atvikið en Helga datt fram af svölum í húsi í Keflavík og um fimm betra fall var af svölunum niður á jörðina.

„Hún kallaði og kallaði á mig inni í eldhúsi að Helga Þórunn hefði dottið. Ég hljóp inn í hjónaherbergi og út á svalir. Lítill frændi þeirra stóð í dyrunum og ég hljóp yfir hann. Ég var hrædd um að hún myndi sleppa henni um leið og hún sá mig en það gerði hún ekki sem betur fer. Ég er viss um að hún bjargaði lífi hennar eða að minnsta kosti frá stórslysi. Þegar ég kom út þá hékk hún í hendinni á Þóreyju eins og dúkka alveg stjörf en þegar ég hafði tekið við henni fór hún að hágráta og Þórey líka. Hún gat ekkert sagt hvað gerðist. Það eina sem hún sá var að hún var á leiðinni niður,“ sagði Lísa Dóra Sigurðardóttir, móðir Helgu, um málið.

Lísa sagði einnig að Þórey væri dugleg við að passa frænku sína og hún væri eins og lítil mamma. „Ef þær fara á leikvöllinn þá treður enginn á þeirri litlu,“ sagði Lísa að lokum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -