Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þorra hótað í tvígang vegna matargagnrýni: „Hafa lagt líf alls þessa fólks í rúst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur stundum verið erfitt að vera matargagnrýnandi og Þorri Hringsson fékk heldur betur að kynnast því en DV greindi frá málinu árið 2004.

„Frá því að ég hóf að sinna þessu óvinsæla starfi, það er að fara út að borða og skrifa um það hvað mér fannst um matinn, hafa tveir lögfræðingar séð ástæðu til að senda bréf til mín og á ritstjórn Gestgjafans þar sem ritstjóranum og mér er hótað málsókn vegna ærumeiðinga. Þetta þykir mér mjög merkilegt og ég hef rætt þetta við kunningja mína sem hafa skrifað bókmenntagagnrýni sem hafa sætt ámæli vegna skrifa sinna. Þeir hafa hins vegar aldrei fengið bréf frá lögfræðingi,“ sagði Þorri við DV um málið en Þorri var gagnrýnandi fyrir Gestgjafann í nokkur ár. „Þegar maður hugsar um þetta er þetta með ólíkindum,“ hélt hann áfram.

Hefur ekki úrslitaáhrif

„Þeir vilja meina að skrif sem ekki eru einskær fagurgali hafi þau áhrif að afkoma heilu fjölskyldnanna sé í voða. Vitaskuld er vont til þess að vita að hafa á samviskunni að hafa lagt líf alls þessa fólks í rúst. En ég hef ekki tekið eftir því að þeir staðir sem ég hef skrifað fremur neikvætt um hafi ekki lifað það af. Ég virðist ekki hafa haft þar nein úrslitaáhrif.“

Þorri vildi ekki upplýsa DV um hvaða staði ræddi en sagði að þeir væru báðir ennþá starfandi. „Ekki hefur mér, þrátt fyrir góðan vilja að þeirra mati, tekist að gera út af við þá.“

Ráðgátan leyst 20 árum síðar

Þá taldi Þorri að bréfin frá lögmönnunum hafi verið á veikum ís lögfræðilega séð og óljós en sagt að skrif hans séu opinber og ærumeiðandi. „En það hlýtur að teljast vafasamt að sækja menn til saka fyrir að segja kartöflur tiltekins veitingastaðar ofsoðnar. Eða er það ekki?“

Mannlíf hafði samband við Þorra til að spyrja hvort hann vildi upplýsa 20 árum síðar hvaða staðir það hafi verið sem sendu honum bréf. Hann var til í það og sagði þá staðina hafa verið Ítalíu, sem hefur skipt um eignarhald síðan, og staðurinn Við Hafið en sá hafi verið staðsettur í Þorlákshöfn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -