Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Þrír réðust inn á heimili öryrkja og misþyrmdu honum – Rændu svo öndunarvél hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðfararnótt þriðjudagsins 18. nóvember árið 1997 var hræðileg nótt fyrir öryrkja á Kleppsvegi í Reykjavík en þá brutust þrír glæpamenn inn í íbúð hans og réðust á hann.

Miðaldra öryrki vissi ekki hvað á sig stóð veðrið nóttina 18. nóvember 1997 þegar þrír menn ruddust skyndilega inn í íbúð hans á Kleppveginum og kefluðu hann. Misþyrmdu þeir svo honum og stálu af honum ýmsum heimilistækjum og lögðust einnig svo lágt að stela öndunartæki mannsins. Þegar mennirnir voru búnir að tæma íbúðina af öllu verðmætu náði öryrkinn að losa sig og hringja eftir hjálp lögeglunnar. Var hann fluttur rakleiðis á slysadeild en var ekki í lífshættu. Mennirnir náðust fljótlega en þeir reyndust góðkunningjar lögreglunnar. Einn þeirra, Einar Sigurjónsson var tíu árum áður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana ungum manni í verðbúð í Innri-Njarðvík með hnífi. Voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

DV gerði eftirfarandi frétt um málið:

Þrír ræningjar réðust inn á heimili á Kleppsvegi í nótt:

Bundu, börðu og kefluðu öryrkja

Þrír menn réðust inn á heimili öryrkja, miðaldra manns, á Kleppsvegi í nótt, tóku hann úr öndunarvél og og veittu honum verulega áverka. Maðurinn var einn heima þegar árásarmennirnir ruddust inn. Þeir tóku hann úr öndunartæki, sem hann notaði, bundu hann, kefluðu, stungu og skáru með hnífi. Þeir spörkuðu í hann og skildu síðan eftir á stól með snöra um hálsinn. Þremenningarnir hreinsuðu flest fémætt úr íbúðinni, hljómflutningstæki, sjónvarp og ýmislegt fleira. Mennirnir munu meira að segja hafa tekið öndunartækið með sér. Það sem varð manninum til bjargar var að hann náði að losa sig úr snöranni og skríða eftir aðstoð. Lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn umsvifalaust fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar var hlúð að honum og var hann þar í gæslu í nótt. Samkvæmt upplýsingum læknis í morgun er maðurinn ekki talinn í lífshættu. Lögreglan vildi lítið tjá sig um málsatvik en sagði þó flest benda til þess að fómarlambið hafi þekkt árásarmennina, þó ekki að neinu góðu. Aðalvarðstjóri lögreglunnar sagði við DV að fómarlambið væri enginn misindismaður. Hann sagði málið myndu skýrast betur þegar líða færi á daginn. Reynt yrði að ræða við fómarlambið nú í morgun og það myndi vonandi leiða til handtöku árásarmannanna.


Daginn eftir kom eftirfarandi frétt um málið á DV:

Árásarmennirnir á Kleppsvegi:

- Auglýsing -

Einn hefur orðið manni að bana

Einn af þremenningunum sem réðst á íbúa á Kleppsvegi í fyrrinótt er tiltölulega nýlega kominn út úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hæstiréttur dæmdi manninn í 14 ára fangelsi árið 1988 fyrir að hafa banað ungum manni með hnífi í verbúð í Innri-Njarðvík í ágúst 1987. Tveir aðrir menn era i haldi lögreglu vegna málsins. Einn af þremenningunum hefur þegar verið úrskurðaöur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan í Reykjavík mun að líkindum fara fram á að hinir tveir verði úrskurðaðir í dag. Árásin á Kleppsvegi telst mjög fólskuleg. Maðurinn sem ráðist var á hefur komiö við sögu fíkniefnamála. Árásarmennirnir þrir eru allir þekktir afbrotamenn hjá lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -