Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Tveggja ára sonur Skúla var stunginn 30 sinnum: „Ég hljóp inn í geitungahópinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlynur Skúli Skúlason var aðeins tveggja ára þegar hann var stunginn 30 sinnum af geitungum árið 1998.

„Ég var inni í stofu þegar ég heyrði neyðaróp litla drengsins. Við konan mín hlupum út í garð og sáum litla drenginn umkringdan mergð geitunga. Þeir hafa verið nokkur hundruð talsins því þeir voru eins og svart ský í kringum hann. Ég hljóp inn í geitungahópinn og hugsaði um það eitt að bjarga barninu, Ég tók drenginn upp og hljóp með hann inn í húsið. Geitungarnir eltu, þeir voru hreinlega um allt á drengnum. Ég náði að drepa nokkra þeirra. Drengurinn var illa stunginn – við töldum um þrjátíu stungusár,“ sagði Skúli Björnsson, faðir Hlyns, í samtali við DV árið 1998.

Þá hafði Hlynur verið að leika sér með bolta í garðinum heima hjá sér. Boltinn skoppaði nærri geitungabúi sem var í garðinum og mörg hundruð geitunga réðust á Hlyn í framhaldinu. Hlynur var fluttur með hraði á bráðamóttökuna á Landspítalanum.

„Við hringdum auðvitað strax á sjúkrabíl enda vorum við hrædd um drenginn. Hann var fluttur í skyndi á Landspítalann. Það versta var að hann fékk margar stungur í varirnar og í kringum augun og bólgnaði mjög mikið. Það var hættulegast. Hann fékk lyf og skánaði fljótlega eftir það. Hann fékk að fara heim seinna um kvöldið og er allur að braggast. Það er auðvitað hættulegt þegar stungurnar eru svona margar. Maður veit ekki um ofnæmisviðbrögð barna. Það munaði miklu að þarna komu til skjót viðbrögð. Hann fékk lika mjög góða umönnun á Landspítalanum og ég vil þakka hjúkrunarfólki fyrir það.“.

Sjálfur hafði Skúli verið að vinna í garðinum helgina sem árásin var gerð en ekki orðið var við einn einasta geitung. Skúli fékk í framhaldinu meindýraeyði til að útrýma geitungunum en búið var á stærð við handbolta.

„Það voru hátt á annað hundrað geitunga sem ég drap hér í Eikjuvoginum. Þetta var vel stór hópur en ég hef fengið stærri verkefni að undanförnu. Mörg búin eru á stærð við handbolta og jafnvel fótbolta. Það er mjög mikið um geitungabú núna. Þetta er að aukast ár frá ári vegna góðs veðurfars. Þessi ófögnuður er kominn til að vera. Það eru geitungabú úti um alla borg. Ég er að eyða 7-8 búum á dag og maður hefur varla undan,“ sagði Benedikt Ólafsson meindýraeyðir, við DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -