Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Unglingur bjargaði lífi vinar síns sem féll af hjóli: „Áttaði mig ekki á alvörunni fyrr en eftir á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu munaði að 14 ára piltur léti lífið í hjólreiðaslysi í september árið 1997. Ef ekki hefði verið fyrir snarræði 15 ára vinar Elíasar Jónssonar, hefði hann látist en hann fékk innvortis blæðingar eftir að hafa fallið af hjóli.

Elías var á leið í sjoppu við Álfaskeið í Reykjavík á hjóli sínu þegar hann féll og fékk við það slæmt högg á kviðinn. Með herkjum komst hann heim til vinar sín, þar sem hann fékk krampakast. Vinurinn, hetjan, sem vildi ekki láta nafn síns getið, hringdi strax á sjúkrabíl og hjúkraði Elíasi eftir bestu getu. Með þessum snöggu viðbrögðum tókst vininum að bjarga vini sínum en hann hafði misst þrjá til fjóra lítra af blóði úr kviðarholinu, auk þess sem miltað fór í sundur. Aðgerðin gekk vel og hlaut málið jákvæðan endi.

Hér má lesa frétt DV um málið:

15 ára piltur sýndi skjót og hárrétt viðbrögð:

Bjargaði lífi vinar síns – sem var með innvortis blæðingar eftir hjólreiðaslys

Það mátti litlu sem engu muna að drengurinn minn hefði dáið. Ég tel að með skjótum og hárréttum viðbrögðum hafi vinur hans bjargað lífi drengsins. Ég er vini hans innilega þakklát fyrir. Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Anna María Valdimarsdóttir, móðir Elíasar Jónssonar, 14 ára pilts sem var hætt kominn eftir reiðhjólaslys sl. fimmtudagskvöld. Elías var að hjóla út í sjoppu skammt frá heimili sínu á Álfaskeiði í Hafnarfirði þegar hann féll af hjólinu. Hann lenti harkalega og fékk slæmt högg á kviðinn. Elías komst við illan leik heim til 15 ára vinar síns sem býr í næsta nágrenni.

Nálægt því að deyja

- Auglýsing -

„Elías fékk fljótlega krampakast inni hjá vini sínum, sem hringdi þegar í stað á sjúkrabíl og hlúði að Elíasi eins vel og hann gat. Elías var síðan fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur og þaðan í fylgd læknis á Landspítalann. Þar voru læknarnir við það að missa hann í lost þegar hann var sendur inn á skurðstofu. Það kom í ljós að hann hafði misst 3-4 lítra af blóði úr kviðarholinu auk þess sem miltað fór í sundur. Hann var í öndunarvél eftir aðgerðina. Læknamir segja að það hafi ekki mátt muna miklu. Elías var nálægt því að deyja,“ segir Anna María.

Er á batavegi

Hún segist í fyrstu ekki hafa áttað sig á hversu alvarlega sonur hennar slasaðist. „Ég held að sjúkraliðar og læknar hafi ekki beint áttað sig á því heldur fyrr en drengurinn var að fara í lost. Þetta tók töluverðan tíma að komast alla leið á Landspítalann þar sem hann fór í aðgerðina. En aðgerðin tókst vel og Elias er nú á góðum batavegi. Ég áttaði mig ekki á alvörunni fyrr en eftir á. Ég fékk sjokk þegar ég hugsaði um hve litlu munaði að ég missti drenginn. Mér finnst mjög jákvætt og gleðilegt að vita til þess hve vel vinur hans brást við í þessari alvarlegu stöðu. Það er oft fjallað um unglinga í dag á neikvæðum nótum en þessi piltur sýndi svo ekki verður um villst að ungt fólk í dag hefur mikla mannkosti,“ segir Anna María. Bjargvætturin, vinur Elíasar, vildi ekki láta nafn síns getið í DV. –

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -