Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ungmennahópur réðst á asíska drengi fyrir utan Héraðsdóm: „Vinur minn var skorinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðist var á þrjá asíska drengi fyrir utan Héraðdóm Reykjavíkur 17. júní árið 2001 en Fréttablaðið greindi frá málinu á sínum tíma.

Í frásögn blaðsins er sagt frá að mikill hópur ungmenna hafa ráðist á þrjá drengi sem allir eru af asískum uppruna eftir að sést hafi til eins þeirra sveifla kylfu en talið meðlimir hópsins hafi verið á aldrinum 17 til 20 ára. Samkvæmt sjónarvottum hófust slagsmálin fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur við lok dagskrá sem Reykjavíkurborg hafði staðið fyrir á þjóðhátíðardaginn.

Sjónarvottar gripu inn í og mynduðu skjaldborg utan um drengina þrjá og fengu þá drengirnir þrír að heyra ýmiss níðyrði um uppruna þeirra. „Strákunum tókst síðan að hlaupa í burtu en voru eltir uppi og lamdir niður í jörðina fyrir framan stjórnarráðið. Ég og félagi minn reyndum að skerast í leikinn og við það var ég var sleginn með hnúajárni, fyrst í hökuna og síðan í gagnaugað en vinur minn var skorinn annað hvort með flösku eða hníf í ennið,“ sagði einn sjónarvottur við Fréttablaðið.

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sagði við Fréttablaðið ekki vera mikið af sýnilegu kynþáttaofbeldi á Íslandi en mikið væri um dulda fordóma gagnvart innflytjendum. „Hlutverk okkar allra er að byggja upp réttlæti í samfélaginu. Það er ekki gott að þegja um það þegar fordómar og óréttlæti eiga sér stað en að sama skapi er ráðlegt að fara varlega í gagnrýni og ætti fólk að leita leiða til að lifa saman í sátt og samlyndi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -