Mánudagur 20. janúar, 2025
-2.1 C
Reykjavik

Ungur Íslendingur varð úti eftir að hafa verið rekinn úr lest – Of drukkinn til að finna farmiðann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur íslenskur karlmaður hafði ætlað sér að sameinast löndum sínum í Íslendinganýlendu í Baldur, Manitoba í Kanada í nóvember 1903 en varð ekki kápan af því klæðinu.

Tuttugu og eins árs gamall íslenskur piltur hélt af stað 19. nóvember 1903 frá Brandon en leið hans lá í dreifbýlissamfélagið Baldur í Manitoba-fylki í Kanada. Hinn seinheppni Íslendingur, sem ekki var nefndur í fréttum frá þessum tíma, drakk hins vegar svo mikið af áfengi á leiðinni að þegar gerð voru lestarstjóraskipti í bænum Belmont, að hann gat ekki með nokkrum móti lagt fram farmiða sinn. Var honum því hent út úr lestinni, skammt frá bænum. Daginn eftir fannst greyið síðan frosinn til dauða við lestarteinana.

Hér er umfjöllun Lögbergs um málið þann 26. nóvember 1903:

Blaðið „Morning Telegram“ segir frá því 20. þ.m, að íslenskur piltur 21 árs gamall hafi orðið úti 14. Nóvember nálægt bænum Belmont. Pilturinn hafði átt að vera á leiðinni með járnbrautarlestinni frá Brandon til Baldur, en þegar lestarstjóraskifti urðu í Belmont, hafði hann verið svo drukkinn af víni, að hann hafði ekki getað lagt fram farseðil sinn og því verið fleygt út af lestinni skamt frá bænum, og fundist þar dauðfrosinn næsta dag. Ekki er þess getið hvaðan piltur þessi var eða hvað hann hét.

Í umfjöllun Morning Telegram, sem Mannlíf fann á internetinu, segir að pilturinn hafi verið svo ruglaður af áfengisdrykkju að hann hafi ekki getað sýnt farmiða sinn. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lestarstjórinn beri enga ábyrgð á dauða piltsins, hann gert sitt besta að „umbera þennan ógæfulega mann“. Líklegt verður að teljast að tekið yrði öðruvísi á málum ef þetta gerðist í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -