Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
8.3 C
Reykjavik

Ungur stýrimaður stökk á eftir háseta sem féll í sjóinn: „Hreint björgunarafrek hjá mínum manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur sjómaður drýgði sannkallaða hetjudáð þegar hann stökk í sjóinn eftir að skipsfélagi hans féll útbyrðis í í febrúar 1996.

Sveinn Arnarson stýrimaður, var aðeins 22 ára gamall þegar hann bjargaði lífi skipsfélagasíns á Þorseti GK fyrir tæplega 30 árum síðan.

 

Hetjan

Skipsfélagi Sveins, hásetinn Sigurgeir Þorsteinn flæktist í færi, ökklabrotnaði og féll loks fyrir borð 25. febrúar 1996. Atvikið gerðist verið var að leggja netin við Krýsurvíkurberg en Sigurgeir fékk færi utan um vinstri fótinn og ökklabrotnaði illa áður en hann kastaðist frá borði. Sveinn, fyrsti stýrimaður skipsins var ekki lengi að bregðast við, heldur dreif hann sig í flotgalla og stökk á eftir Sigurgeiri. Þegar í sjóinn var komið tók við hið erfiða verkefni að losa hásetann úr færinu en það gekk ekkert sérlega vel til að byrja með enda fékk Sveinn bitlausan hníf til að skera á færið. Allt gekk þó vel að lokum og náði Sveinn að bjarga lífi Sigurgeirs.

DV sagði frá hetjudáðinni á sínum tíma:

Háseti á Þorsteini GK flæktist í færi, fótbrotnaði og kastaðist fyrir borð:

- Auglýsing -

Fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum

– segir Sveinn Arnarson stýrimaður sem stökk í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum með snarræði

„Ég fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum. Sársaukinn kom í hviðum og það varð að hafa hraðar hendur við að losa hann,“ segir Sveinn Arnarson, fyrsti stýrimaður á netabátnum Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Sveinn bjargaði í gær skipsfélaga sínum, Sigurgeiri Bjamasyni háseta, frá drukknun eftir alvarlegt slys um borð í bátnum þegar verið var að leggja netin við Krýsuvíkurberg um klukkan þrjú í gær. Sigurgeir fékk færi um vinstri fótinn og brotnaði illa við ökla áður en hann kastaðist í sjóinn.

Fótbrotnaði samstundis „Við hugsuðum fyrst um að missa manninn ekki útbyrðis og reyndum að streitast á móti. Það er auðvitað umdeilanlegt og á endanum urðum við að gefast upp og hann fór fyrir borð,“ segir Sveinn. Verið var að renna út seinna færinu þegar óhappið varð. Var færið komið á enda þegar Sigurgeir flæktist í því alveg upp við bauju. Sveinn telur að Sigurgeir hafi brotnað um leið og færið kippti undan honum fótunum. Töluverður skriður var á bátnum þegar óhappið varð, eða fimm til sex mílur. Varð því að hafa snör handtök við að koma Sigurgeiri til bjargar. Sveinn stökk upp í brú og fór þar í flotgalla sem ávallt er þar til taks. „Ég rétt náði að renna rennilásnum upp áður en ég henti mér í sjóinn. Ég var hins vegar vettlingalaus og varð fljótt ansi kalt á höndunum,“ segir Sveinn. Meðan Sveinn var að búa sig reyndu skipverjarnir á Þorsteini að losa Sigurgeir af færinu en tókst ekki. Festu þeir þá baujuna um borð meðan skipstjórinn bakkaði rólega í áttina að Sigurgeiri.

Fékk bitlausan hníf „Ég fékk fyrst alveg bitlausan hníf til að skera færið. Það gekk ekkert að hjakka færið í sundur með honum en sem betur fer fundu þeir um borð annan betri hníf og þá gaf færið sig,“ segir Sveinn. Eftir að Sigurgeir var laus var honum komið í Markúsamet og svo hífður um borð. Hann var með meðvitund allan tímann en mikið kvalinn. Þegar var kallað á björgunarsveitina Þorbjöm og komu menn frá henni oé læknir til móts við Þorstein á björgunarbát. Voru þeir komnir um borð um klukkustund eftir að slysið varð. Hálftíma síðar var Þorsteinn GK kominn til hafnar í Grindavík með Sigurgeir og var hann fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar fór hann þegar í aðgerð. í gærkvöld var líðan hans eftir atvikum góð en fóturinn er illa farinn. „Ég gerði ekki annað en það sem okkur er kennt í Björgunarskóla Slysavarnafélagisns. Það skiptir virkilega máli sem kennt er þar,“ sagði Sveinn sem er 22 ára gamall og byrjaði sem stýrimaður á Þorsteini í haust.

DV sagði einnig frá viðbrögðum skipstjórans á Þorsteini GK en hann var einstaklega ánægður með hinn unga stýrimann eins og lesa má í umfjöllun DV:

Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK:

Björgunarafrek

„Þetta var snarræði og auðvitað hreint björgunarafrek hjá mínum manni. Þetta er sprækur strákur og hann hikaði ekki við að kasta sér í sjóinn,“ segir Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Hann er að tala um Svein Amarson, fyrsta stýrimann, sem í gær bjargaði Sigurgeiri Bjamasyni háseta frá drukknun þegar verið var að leggja netin út af Krýsuvíkurbergi í gær. Ásgeir segir að veður hafi verið gott en sjór mjög kaldur eftir norðanhret síðustu daga. Því hafi þurft bæði kjark og snarræði til að stökkva fyrir borð. „Ég var ekki hræddur um að Sigurgeir myndi sökkva því hann var í endanum á færinu. Hins vegar þola menn ekki langa dvöl í köldum sjónum og nánast hver sekúnda skiptir máli,“ segir Ásgeir. Hann sagðist hafa óttast að Sigurgeir og Sveinn lentu í skrúfu bátsins meðan hann var að bakka að þeim og taka slakann af færinu. Báturinn hefði snúist í áttina að þeim félögum. „Þetta gekk þó allt og ég held að Sigurgeir hafi vart verið meira en fimm mínútur í sjónum áður en búið var að ná honum um borð aftur,“ segir Ásgeir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -