Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Uppnám varð í flugvél Atlanta – Flugfreyjan tilkynnti að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til er staður og til er stund fyrir grín og hrekki. Það sem gengur vel ofan í einn, gæti farið ansi illa ofan í annan.

Í janúar á því herrans ári 1998, varð uppnám í flugvél Atlanta sem var á leið til Madrídar á Spáni frá Havana á Kúbu. Spænsk flugfreyja var spurð af farþega á einhverjum tímapunkti eftir að flugvélin var komin í loftið, hvar nákvæmlega vélin væri stödd. Flugfreyjan vissi það ekki en ákvað að spyrja flugstjórann um staðsetninguna. Datt honum í hug að sniðugt væri að segja brandara og sagði grunlausri flugfreyjunni að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum alræmda. Flugfreyjan fór með þær upplýsingar aftur fram og tilkynnti í kallkerfi vélarinnar að nú væru þau í vanda stödd þar sem þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Farþegar vélarinnar komust, skiljanlega, í mikið uppnám við þessa tilkynningu en þegar flugmaðurinn, sem var Íslendingur, heyrði tilkynninguna í kallkerfinu ákvað hann að grípa í kallkerfið og róa mannskapinn og segja þeim að hann viti upp á hár hvar þau væru og að þetta hafi verið misskilningur. Atlanta flugfélagið sagði í samtali við DV að málið væri litið alvarlegum augum og að bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hefðu verið skömmuð vegna málsins en flugvélstjórinn var síðan færður til í starfi.

Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:

Uppnám í Atlantavél á leið til Madríd vegna gríns flugvélstjóra:

Erum týnd í Bermúdaþríhyrningnum – tilkynnti flugfreyjan í kallkerfið

Spænska dagblaðið E1 Mundo greindi frá því í síðustu viku að uppnám hefði orðið um borð í leiguvél flugfélagsins Atlanta. Atlantavélin flaug undir merkjum spánska flugfélagsins Iberia á milli Madríd og Havana. Atvikið átti sér stað þar sem vélin var á leið til Madrid og farþegi spurði flugfreyjuna hvar þau væru stödd. Flugfreyjan, sem er spænsk, vissi það ekki en sagðist skyldu kanna málið. Hún fór því fram í flugstjórnarklefann og spurði á móðurmáli sínu um staðsetningu. Flugvélstjórinn svaraði henni og sagði í gríni að þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Með þetta svar fór flugfreyjan aftur í vélina og þar með kárnaði gamanið. Hún fór i kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegunum að illa væri komið þar sem vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Uppnám varð meðal þeirra hundraða farþega sem voru í vélinni enda augljóslega um mikinn háska að ræða. Þegar flugstjórinn, sem er íslendingur, heyrði í flugfreyjunni brá hann skjótt við og fór í kallkerfið og tilkynnti farþegum að þarna væri um mikinn misskilning að ræða og hann vissi nákvæmlega hvar vélin væri. Þannig tókst að róa farþegana með tíð og tíma. Ekki þarf að taka fram að vélin lenti heilu og höldnu á tilsettum tíma í Madríd.
Í yfirlýsingu frá flugfélaginu Atlanta er staðfest við DV að umrætt tilvik hafi átt sér stað. Þar segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hafi verið ávítuð. Þá hafi flugvélstjórinn, sem er frá Úrúgvæ, verið færður til í starfi. Þess má til gamans geta að Bermúdaþríhyrningurinn er á flugleiðinni milli Madríd og Havana

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -