Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Virtur framkvæmdarstjóri skaut konu sína og sjálfan sig til bana – Beið vistunar á geðsjúkrahúsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Gestsson hafði komið árum sínum ágætlega fyrir borð árið 1952 en hann var framkvæmdarstjóri ríkisspítalanna og átti Ingibjörgu Helgadóttur sem konu. Saman áttu þau þriggja ára dóttur og 17 ára dreng er þau létust.

Guðmundur hafði glímt við mikil andleg veikindi og dvalið á stofnun í Danmörku en var nú kominn heim til Íslands og beið vistunar á geðsjúkrahúsi. En sú bið virðist hafa verið of löng því að morgni 18. júní árið 1952 fundust hjónin látin eftir skotsár. Hafðu þá Guðmundur skotið Ingibjörgu til bana og síðan beint byssu sinni að sjálfum sér og framið sjálfsvíg. Börn þeirra hjóna voru til allra lukku ekki heima er hinn skelfilegi atburður átti sér stað.

Alþýðublaðið fjallaði um málið á eftirfarandi hátt:

Voveiflegur atburður suður í Kópavogi: Þekkt hjón fundust látin í íbúð sinni á miðvikudagsmorgun, – bæði af skotsárum.

HJÓN suður í Kópavogi fundust á miðvikudag nýlátin. af skotsárum á heimili sínu. Höfðu þau verið tvö ein í húsinu um morguninn. Er ljóst, að skot hefur orðið konunni að bana fyrst, en maðurinn skotið sig á eftir. Bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði gaf út svohljóðandi tilkynningu í gær um atburð þennan: „Hjónin Guðmundur Gestsson framkvæmdastjóri og Ingibjörg Helgadóttir, Kópavogsbraut 19, Kópavogshreppi, létust á heimili sínu að morgni 18. þ. m. af skotsárum. Ljóst er að konan hefur látist fyrst, en maðurinn á eftir. Atburður þessi hefur gerzt á tímabilinu frá kl. 10—10,25, en þá voru hjónin ein í húsinu. Guðmundur heitinn hafði átt við mikla vanheilsu að stríða síðast liðið ár“. Börn þeirra hjóna, ung dóttir og sonur innan við tvítugt, voru bæði fjarverandi, er þessi hörmulegi atburður gerðist, og er enginn til frásagnar um hann. Guðmundur var þekktur maður, framkvæmdastjóri ríkisspítalanna. Hann hefur verið bilaður á geðsmunum undanfarið, dvaldi alllengi á hæli úti í Danmörku, en kom heim í vor.

Baksýnisspegill þessi birtist áður á vef Mannlífs 5. desember 2023.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -