Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Metfjöldi smita í gær og vaxtahraðinn aldrei meiri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls bættust við 325 manns á Covid-göngudeild í gær. Þá er haft eftir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands að tvöföldunartími omíkron sé um tveir til þrír dagar. Það sé það mesta sem hafi sést í faraldrinum hér á landi en greinir Thor frá þessu á Facebook síðu sinni í morgun.

Thor þorir ekki að spá fyrir um það hvenær viðsnúningur á þessari þróun verði, vaxtahraðinn sé enn svo mikill.

Tölulegar upplýsingar á covid.is hafa ekki verið uppfærðar það sem af er degi en greindi Vísir frá því að  Már Kristjánsson,  yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans hafi staðfest að 325 hafi bæst við á Covid-göngudeildina í gær. Þar með hafi enn eitt metið í fjölda smita á sólarhring verið slegið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -