Nú er það komið á daginn að eftir smit gærdagsins, eru 24.340 staðfest smit á Íslandi frá 28. febrúar 2020.
Tölurnar virðast því miður enn fara hækkandi, og það hratt.
Þá hafa smitaðir aldrei verið fleiri en eru nú alls 4.174 í einangrun, flestir á aldrinum 18 til 29 ára.
Næst á eftir eru þeir sem eru á aldrinum 30-39 ára; en í upphafi bylgjunnar voru flest smit hjá börnum.
Svo eru það tölurnar um sóttkvína; 6.187 manns eru í sóttkví eins og staðan er í dag.
Þá eru fjórtán manns á sjúkrahúsi; þar af fimm á gjörgæslu.
Eins og gefur að skilja miðað við þessar tölur er ástandið í samfélaginu ekki gott, en þó er það starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem finnur hvað mest fyrir álaginu vegna Covid 19.
Einnig finna veitingamenn og margir fleiri fyrir þessu með ansi harkalegum hætti.