Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.1 C
Reykjavik

Björk stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun: „Ég þurfti annaðhvort að skilja við manninn minn eða skilja hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björk Vilhelmsdóttir var handtekin af ísraelska hernum, ásamt Tinnu Eyberg Örlygsdóttur og tveimur frönskum konum, Nanou og Isabel, í síðasta mánuði þegar hún var við ólífutínslu í Palestínu og sat í haldi í þrjá tíma. Hún segist hafa haldið ró sinni allan tímann, en vissulega hafi þessi reynsla haft áhrif á hana og valdið henni óróa. Það sé þó ekki neitt neitt miðað við það ofbeldi og mannréttindabrot sem hún verði nánast daglega vitni að þegar hún dvelur í Palestínu.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hún meðal annars handtökuna, hjónabandið og hvað er ólíkt með Palestínu og Íslandi.

En hvað olli því  að Björk og Sveinn Rúnar maður hennar tengdust Palestínu þessum sterku böndum?

„Það er nú saga að segja frá því,“ segir Björk og hlær.

„Sveinn var skiptinemi í Bandaríkjunum þegar hann var unglingur og lærði þá Mið-Austurlandafræði í skólanum. Hann fékk þá strax brennandi áhuga á Palestínu en þá var Víetnamstríðið í gangi og hann fór að berjast gegn því. Svo komst loks friður á þar og sigur og hann fór að einbeita sér að Palestínu. Árið 1987 ákvað hann ásamt nokkrum öðrum að stofna félagið Ísland-Palestína og það heltók hann svolítið og hann byrjaði að fara þangað árið 1990 og fór yfirleitt árlega eftir það. Mér var farið að finnast þetta taka ansi mikinn tíma í hans lífi og ég segi stundum að ég hafi staðið frammi fyrir því árið 2002 að ég þyrfti annaðhvort að skilja við manninn minn eða skilja hann.

Ég ákvað þá að fara til Palestínu í fyrsta sinn og snarhætti við að skilja við manninn minn þegar ég skildi hann loksins. Ég fékk sjálf þessa ástríðu og upplifði mjög sterkt þessa skýru aðskilnaðarstefnu. Í einskismannslandi á milli landamæra Jórdaníu og Ísraels voru tvær rútur, önnur fyrir útlendinga og Ísraelsmenn og hin fyrir Palestínumenn. Síðarnefnda rútan fór ekki af stað fyrr en hún var orðin full, óháð aðstæðum farþega, en aðrir fengu ferð án biðar. Þetta var eitt af mjög mörgum atriðum sem varð til þess að ég skildi Svein. Það er ekki hægt að koma þangað og horfa fram hjá aðstæðunum.“

„Ég ákvað þá að fara til Palestínu í fyrsta sinn og snarhætti við að skilja við manninn minn þegar ég skildi hann loksins.“

- Auglýsing -

Eftir þessa fyrstu ferð fór Björk nokkrum sinnum til Palestínu með Sveini, bæði á Gasa og á Vesturbakkann, og upplifði sífellt sterkar hversu gróflega brotið er á mannréttindum Palestínumanna. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun 2015, þegar hún hætti í borgarpólitíkinni, að leita nýrra leiða til að styðja Palestínumenn.

Lestu viðtalið við Björk í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -