Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Enginn tími fyrir samband: „Hugsa ekki um slíkt fyrr en á næsta ári“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Már Gunnarsson lauk árinu 2019 með því að sigra í jólalagakeppni Rásar 2, ásamt Ísold systur sinni, og sama dag vera valinn íþróttamaður ársins í röðum fatlaðra á Íslandi. Már var einnig kjörinn íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ árið 2019, og lenti í 11. sæti í kjöri íþróttamanns ársins á Íslandi. Nýja árið fór líka af stað með látum er hann var valinn Suðurnesjamaður ársins 2019. Már hefur þó engan tíma til að slaka á og njóta uppskerunnar af afrekum sínum því að hann stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó í lok ágúst og æfir því í sex tíma á dag, auk þess að vera að undirbúa stór-stórtónleika í Hljómahöllinni í mars.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann tónlistar- og sundferilinn, muninn á Lúxemborg og Suðurnesjum, lífið almennt og pabba sinn, sem fylgir honum hvert sem er.

En þrátt fyrir brennandi áhugann og góðan árangur í tónlistinni er það að sjálfsögðu sundið sem tekur mestan tíma og ástundun hjá Má í aðdraganda Ólympíuleikanna. Hvaða sundgreinum keppir hann í?

„Ég syndi í raun og veru allt,“ segir Már og hlær aftur. „Aðalgreinin mín er samt 100 metra baksund. Á heimsmeistaramótinu í London í fyrra sló ég tíu Íslandsmet og lenti í þriðja sæti í 100 metra baksundi og var þar eini Norðurlandabúinn sem komst á pall. Ég komst í úrslit í öllum hinum greinunum. Það var mjög næs. Ég mun örugglega keppa í færri greinum í Tókýó, enda er mun meira undir þar og áherslan hjá mér á gæði fremur en magn.“

Gunnar Már faðir Más er með honum á öllum æfingum, eins og fram hefur komið, og fylgir honum á öll mót. Er hann pabbastrákur?

„Úff, þetta er mjög pólitísk spurning,“ segir Már og glottir. „En pabbi er íþrótta- og hreyfifræðingur þannig að hann sér um alla líkamsrækt hjá mér. Þar að auki er hann vel að sér í næringarfræði og passar upp á að ég borði rétt. Síðan er hann alltaf að banka mig í lauginni til þess að ég syndi ekki á veggi og slasi mig. Þannig að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa hann mér til halds og trausts.“

- Auglýsing -

Það er augljóst að Már er upptekinn frá morgni til kvölds við æfingar og tónlistariðkun, hvað með ástamálin, hefur hann einhvern tíma til þess að vera í sambandi?

„Nei, ekki lengur,“ segir hann. „Ég hef samt verið í tveimur samböndum.  Næstu sjö mánuði þarf ég að passa allt slíkt vegna þess að því fylgir náttúrlega ákveðinn rússibani og það er hættulegt fyrir fólk sem er komið eins langt og ég. Ég veit um fullt af góðu íþróttafólki sem hefur farið í klessu rétt fyrir mót út af einhverju sambandsveseni. Þannig að ég þarf að passa mig mjög vel og hugsa ekki um slíkt fyrr en á næsta ári.“

Lestu viðtalið við Má í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -