Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

10 ástæður til að sakna Covid-grímunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andspyrnuhreyfing sóttvarnaaðgerða hérlendis hefur einna helst barist gegn almennri grímuskyldu í Covid-faraldrinum og skiptar skoðanir hafa verið um ágæti grímanna. Í fyrstu bylgju faraldursins var gríman ekki gerð að skyldubúnaði en það var hins vegar gert í annarri og þriðju bylgju. Sjálfsagt verða margir fegnir við að losna undan grímuskyldunni hér á landi, hvenær sem það verður, en þá er líka rétt að renna aðeins yfir helstu kosti grímunnar. Hér koma 10 dæmi.

  1. Ver okkur fyrir fleiri sýkingum en Covid. Til dæmis hefur tíðni hinnar árlegu flensu sjaldan verið lægri.
  2. Við höfum búið í svo að segja andfýlulausu samfélagi.
  3. Frunsur sjást ekki.
  4. Leiðindabólurnar á hökunni eru sömuleiðis ósýnilegar.
  5. Það er hægt að þykjast ekki þekkja fólk sem maður nennir ekki að spjalla við og ef það gengur ekki upp getur maður alltaf kennt grímunni um. ,,Ég bara ÞEKKTI þig ekki!”
  6. Unnt að  spara stórfé í snyrtivörum með að sminka aðeins efri hluta andlitsins.
  7. Óvelkomnir kossar frá fólki (aðallega vinum sem þér líkaði ekki einu sinni við í skóla eða leiðinlegum ættingum) eru liðin tíð. Enginn getur ekki slummað á mann einum blautum.
  8. Gríma getur verið tískuvara. Það er auðvelt að tjá smekk og persónuleika með tegund grímu og auðvelt að finna allar gerðir stíla og jafnvel grímu með skilaboðum. Sjálf hef ég dundað við að bæta í ,,ljótu/frumlega grímusafnið mitt”. Sem er að verða mjög veglegt.
  9. Góð gríma er hlý og fyrir fólk eins og mig sem hefur tilhneygingu til að vera sífellt kalt á nefinu, hrein himnasending að vetri til
  10. Auðvelt að fela undirhökuna með réttri tegund af grímu. Bara prófa sig áfram. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -