Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

10 Instagram-síður sem þú ættir að skoða áður en þú ferð í klippingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur verið stressandi að breyta um hárgreiðslu, hvort sem það er í lit eða klippingu. Því getur verið gott að skoða heim hársins á internetinu til að komast að því hvernig maður vill að hárið sitt líti út, áður en maður heimsækir hárgreiðslumeistarann.

Hér eru tíu Instagram-síður sem þið ættuð að fylgja ef þið eruð í hárgreiðsluhugleiðingum. Nú, eða ef ykkur finnst gaman að skoða hár, hár, hár.

1.@hairbymisskellyo

Það er unun að skruna í gegnum síðuna hjá stílistanum Kelly O’Leary-Woodford. Þar er að finna alls kyns retró hárgreiðslur, sem og alla liti regnbogans. Þessi veitir sko innblástur!

2. @juliuscaesar

Rakarinn Julius Arriola býr í Los Angeles og veitir karlmönnum mikinn innblástur, hvort sem um er að ræða vel snyrt andlitshár eða þykkan og óreiðukenndan lubba.

3. @leysahairandmakeup

Stelpur og strákar með krullur ættu að kíkja á síðuna hjá stílistanum Leysa Carrillo. Hún býður upp á frábærar lausnir fyrir þá sem glíma við liðina allan liðlangan daginn.

4. @livedinhair

Stílisti stjarnanna, Anh Co Tran er snillingur í að láta hárið líta út eins og ekkert hafi verið átt við það. Hann býr í Los Angeles og er meistari í hárlengingum að eigin sögn.

- Auglýsing -

5. @hairbykimtran

Hér er önnur síða sem er full af svölum hugmyndum sem hægt er að fara með á hárgreiðslustofuna. Stílistinn Kim Tran er mjög fær og sýnir líka skemmtilegar fyrir og eftir myndir af viðskiptavinum sínum.

A post shared by Kim Tran (@hairbykimtran) on

6. @maneinterest

Þessi síða safnar saman hugmyndum frá fullt af hárgreiðslufólki og því er þetta fullkominn staður til að finna sinn hárstíl.

7. @themensgroomer

Rakarinn Jason Schneidman er ekki bara rakari stjarnanna heldur einnig hjartahlýr og býður upp á fríar klippingar fyrir heimilislausa.

- Auglýsing -

8. @gooddayhairshop

Kanadíska hárgreiðslustofan Good Day Hair Shop er með síðu á Instagram sem minnir um margt á regnboga. Geggjaður innblástur fyrir þá sem vilja lit í lífið – og hárið.

9. @domdomhair

Það besta við þessa síðu er að stílistinn Dominick Sema birtir oft myndbönd þar sem hann sýnir tæknina sem hann notar. Mjög hjálplegt!

10. @schorembarbier

Rakarastofan Schorem í Rotterdam í Hollandi sérhæfir sig í klassíkum herraklippingum. Mjög skemmtileg síða með fullt af flottum hárgreiðslum fyrir karlmenn.

A post shared by Schorem (@schorembarbier) on

A post shared by Schorem (@schorembarbier) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -