Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

10% nota ekki öryggisbelti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um tíu prósent Íslendinga, eða um 35.000 manns, nota ekki öryggisbelti. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu en nýverið hófst sérstök herferð Samgöngustofu í samvinnu við auglýsingastofuna Pipar-TBWA sem ætlað er að hvetja til notkunar öryggisbelta. Herferðin ber heitið 2 sekúndur og vísar það til þess tíma sem tekur að spenna á sig öryggisbeltið.

8 sinnum meiri hætta á banaslysi

Þeir ökumenn sem taka áhættuna og nota ekki öryggisbelti eru sagðir vera í átta sinnum meiri hættu á að lenda í banaslysi en þeir sem nota öryggisbelti. Er sú tala fengin með samanburði á beltanotkunartíðni annars vegar og tíðni beltanotkunar þeirra sem látast í umferðarslysum hins vegar. „Í rannsóknum á banaslysum þar sem fólk hefur ekki notað belti hefur komið í ljós að í langflestum tilfellum hefði viðkomandi bjargast hefði hann notað beltin,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu.

Frakkar og Þjóðverjar fremstir

Í umferðaröryggisskýrslu International Transport Forum fyrir árið 2019 kemur fram að notkun öryggisbelta er mest í Frakklandi eða um 99% og það sama á við í Þýskalandi. Þar er notkun öryggisbelta við akstur á hraðbrautum 100% en 99% annars.

Hvar skyldum við vera á þessum lista? Íslendingar eru í 17. sæti og verður það að teljast fremur lélegt. Með því að spara ekki þessar 2 sekúndur getur þjóðin komist ofar á listanum og jafnframt fækkað banaslysum í umferðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -