Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

100 af 800 sagt upp hjá Arion

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls 100 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í gær, í stærstu hópuppsögn í fjármálageiranum frá hruni. Þeir sem eftir sitja eru uggandi um framhaldið en 20 var sagt upp hjá Íslandsbanka í gær og 12 var sagt upp hjá Valitor í vikunni. Engum útibúum verður lokað.

 

„Við í minni deild finnum nú fyrir létti þar sem engum var sagt upp hjá okkur en við finnum mikið til með þessum 100 sem fengu uppsagnarbréf. Hins vegar gætu orðið breytingar hjá okkur bráðlega þannig að í raun er enginn alveg öruggur,“ sagði starfsmaður í Arion banka í samtali við Mannlíf í gær, eftir að tilkynnt var að 100 yrði sagt upp hjá fyrirtækinu fyrir mánaðamót.

„Andrúmsloftið á vinnustaðnum er búið að vera mjög sérstakt síðan fréttin af uppsögnunum birtist í upphafi vikunnar,“ sagði starfsmaðurinn. „Það hefur verið mikil hræðsla; allir á tánum og bara beðið fregna. Maður vissi að þetta væri sennilega satt þar sem það kom engin tilkynning eða tölvupóstur á starfsmenn til að leiðrétta fréttina sem birtist á sunnudaginn. Sumir hreinlega sváfu ekki og við reyndum að stappa stálinu í hvert annað þegar við mættum til vinnu á mánudaginn.“

Mannlíf greindi frá því á sunnudaginn að um 80 manns yrði sagt upp strax á mánudag eða síðar í vikunni. Í gærmorgun barst svo tilkynning frá Arion banka um uppsagnirnar, sem hófust reyndar daginn áður. Alls 100 starfsmenn af 800 misstu vinnuna, jafnt hlutfall kvenna og karla, en 65% starfsmanna bankans eru konur og 35% karlar. Meðalaldur starfsmanna er um 42 ár en Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion, sagði meðalaldur þeirra sem sagt var upp eilítið hærri. Engum útibúum verður lokað og sagði Haraldur að almennir viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þær breytingar sem nú væri ráðist í. Hins vegar stæði til að auka þjónustuna við fyrirtæki.

„Með þeim skipulagsbreytingum sem við kynnum í dag erum við að bregðast við aðstæðum til að tryggja að bankinn þjóni sínum viðskiptavinum vel á sama tíma og hann skilar hluthöfum arði. Við byggjum á þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum á sviði stafrænnar þjónustu og sjálfvirknivæðingar og ætlum okkur áframhaldandi forystuhlutverk í framsækinni fjármálaþjónustu,“ var haft eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra í tilkynningu.

„Þetta verður erfiður dagur en við kveðjum í dag hæft og gott samstarfsfólk sem ég efast ekki um að muni láta að sér kveða á nýjum vettvangi.

- Auglýsing -

Blóðug vika

Fréttirnar í gær komu á hæla fregna þess efnis að 87 flugmönnum yrði sagt upp hjá Icelandair. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka í gær og 12 sagt upp hjá Valitor í vikunni en Valitor er alfarið í eigu Arion banka. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum voru engar uppsagnir fyrirhugaðar á þeim bæ þessi mánaðamót. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við mbl.is í gær að vonandi yrði hægt að ráða flesta þá sem missa vinnuna nú aftur í vor.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Uppsagnirnar hjá Arion banka taka gildi 1. október en kostnaður vegna þeirra mun nema um 900 milljónum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar, staðfesti í gær að bankinn hefði ákveðið að bæta mánuði við uppsagnarfrest allra þeirra sem misstu vinnuna en elsti aldurshópurinn fengi þrjá mánuði aukalega. Samkvæmt heimasíðu Arion banka er elsti starfshópurinn 60-69 en þeir starfsmenn telja um 6% allra starfsmanna. Unnur segir Vinnumálastofnun muni veita þeim sem misstu vinnuna ráðgjöf og aðstoð í atvinnuleit en segist vonast til að flestir fái vinnu áður en uppsagnarfrestinum líkur.

- Auglýsing -

„Þetta er sterkur hópur, bæði með starfsreynslu og góða menntun, þannig að vonandi geta þeir nýtt tímann í atvinnueit og fá flestir vinnu áður en til þess kemur að þeir sækja um hjá okkur,“ sagði hún í samtali við Mannlíf í gær.

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sagði í samtali við Samfélagið í gær að uppsögnunum yrði mögulega vísað til félagsdóms vegna samráðsleysis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -