Ómenni réðust á eldri mann í miðborginni. Tveir ungir menn börðu eldri mann sem var ölvaður. Þeir felldu hann í götuna og sáu vitni hann sparka í hann liggjandi. Meðal annars í höfuð hans. Lögreglumenn náðu með snarræði að handtaka annan fantinn og hvílir hann nú í fangaklefa og bíður þess að honum verði ákvörðuð refsing. Fórnarlambið var flutt á Bráðadeild.
Aðkoma húsráðanda í Kópavogi var slæm þegar hann kom heim. Unglingapartý hafði verið haldið á heimilinu. Þangað streymdu um 200 ungmenni með tilheyrandi umgengni. Þegar forráðamaður kom á vettvang yfirgáfu unglingarnir húsnæðið. Tómar áfengisumbúðir voru á víð og dreif. Tilkynning um framferði og drykkju unga fólksinn var send til Barnaverndar.