13 ára drengur lést í London í dag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar. BBC greinir frá en King’s College Hospital Trust staðfestir andlátið.
381 létust í dag í Bretlandi vegna kórónaveirunnar, en alls hafa 1.808 látist í Bretlandi frá því að COVID-19 veiran kom þar upp. Boris Johnson forsætisráðherra býst við að ástandið eigi enn eftir að versna.
„13 ára gamall drengur sem greindist með smit vegna COVID-19 er látinn, hugur okkar og samúð eru með fjölskyldu hans á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá spítalanum. „Við munum ekki gefa frekari upplýsingar, en andlát hans hefur verið tilkynnt til réttarlæknis.“