Samkvæmt ráðleggingum ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að rýma 14 íbúðarhús á Flateyri frá klukkan 15 í dag.
Auk þess er smábátabryggjan á sama hættusvæði og eru eigendur báta sem þar kunna að vera beðnir um að gæta varúðar í þessu ljósi. Ekki er talið óhætt að dvelja á þessu svæði eins og aðstæður eru.
Lögreglumenn hringja í að minnsta kosti einn í búa í hverju húsi vegna þessara rýminga. Hringt verður aftur í þessa sömu íbúa þegar talið er óhætt að halda heim aftur, það er að segja þegar rýmingu er aflétt.
Rauði krossinn verður í Gunnukaffi til upplýsingar fyrir íbúa, sem ekki hafa aðstæður til að dvelja hjá vinum og ættingjum.
Um er að ræða varúðarráðstafanir sem Veðurstofan og yfirvöld hafa ákveðið að gera ekki síst í ljósi atburðanna sem urðu 14. janúar.
Sjá einnig: Snjóflóð við Flateyri og Suðureyri – Björgunarsveitir kallaðar út