Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

14 karlar og ein kona sækja um stöðu seðlabankastjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðuneytinu bárust 15 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en frestur til umsóknar rann út á miðnætti.

Athygli vekur að aðeins ein kona sótti um starfið, Salvör Sigríður Jónsdóttir. Á meðal annarra umsækjenda eru Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, Gylfi Arnbjörnsson fyrrum forseti ASÍ, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon, Gunnar Haraldsson og Jón Daníelsson. Þá er Arnór Sighvatsson, sem lengi var aðstoðarseðlabankastjóri, einnig á listanum.

Sérstök hæfnisnefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra.

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra:

Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Gylfi Magnússon, dósent
Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
Jón Daníelsson, prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs-, viðskipta- og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -