Mánudagur 28. október, 2024
7.8 C
Reykjavik

140 þúsund manns skora á íslensk stjórnvöld að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúruverndarsinnar hafa skorað á íslensk stjórnvöld um að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum. Hátt í 140 þúsund Evrópubúa hafa skrifað undir áskorunina sem er beint til Íslands, Noreg, Skotlands og Írlands.

Fréttablaðið greinir frá. „Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu,” segir Ryan Gellert, framkvæmdarstjóri vöruframleiðandans Patagonia. Fyrirtækið sérhæfir sig í útvistarvörum og er eitt þeirra fjölmargra sem standa á bak við undirskriftarsöfnunina. „Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum.”

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt inn frumvarp um breytingar á 21. grein laga á fiskeldi og standa nú umræður á Alþingi yfir. Verði frumvarpið samþykkt getur ráðherra, að fenginni umsögn Matvælastofnunnar, gefið út bráðabirgðarekstrarleyfi ef fyrra leyfi hefur verið fellt úr gildi. Þá muni það gilda í allt að tíu mánaði. Handhafar niðurfellda leyfisins verða að senda inn umsókn innan þriggja vikna.

Stefnt er að því að afhenda Alþinginu undirskriftarlistann áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið. NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, standa á bak við undirskriftarsöfnunina ásamt Patagonia og sambærilegum samtökum í Noregi, Skotlandi og Írlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -