Þriðjudagur 29. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

15 bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í ár en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki barna- og ungmennabóka frumsaminna á íslensku, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndríkra bóka. Athöfnin fór fram í dagí nýju rými fyrir ungmenni í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, Okinu.

 

Við athöfnina flutti Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs, ávarp og dómnefnd kynnti tilnefndar bækur og rökstuðning fyrir valinu. Verðlaunin verða svo afhent hefðinni samkvæmt síðasta vetrardag í Höfða, 22. apríl.

Eftirtaldir rithöfundar, myndhöfundar og þýðendur eru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 fyrir eftirtaldar bækur, sem allar komu út á síðasta ári.

Barnabækur frumsamdar á íslensku:
Gunnar Helgason: Draumaþjófurinn. Mál og menning gaf út.
Margrét Tryggvadóttir: Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn gaf út.
Hildur Knútsdóttir Nornin. JPV gaf út.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: Villueyjar. Björt gaf út.
Snæbjörn Arngrímsson: Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins. Vaka-Helgafell gaf út.

Myndlýsingar í barnabókum:
Bergrún Íris Sævarsdóttir: Ró – fjölskyldubók um frið og ró. Töfraland gaf út.
Blær Guðmundsdóttir: Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsúrumsipp: systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! Bókabeitan gaf út.
Jón Páll Halldórsson: Vargöld, 2. bók. Iðunn gaf út.
Lani Yamamoto: Egill spámaður. Angústúra gaf út.
Rán Flygenring: Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann. Angústúra gaf út.

Þýddar barnabækur:
Illugi Jökulsson: Bók um tré eftir Piotr Socha og Wojciech Grajkowski. Sögur útgáfa gaf út.
Jón St. Kristánsson: Villinorn: Bækurnar Blóð Viridíönu og Hefnd Kímeru eftir Lene Kaaberbøl. Angústúra gaf út.
Silja Aðalsteinsdóttir: Snjósystirin eftir Maju Lunde. Mál og menning gaf út.
Þórarinn Eldjárn: Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Mál og menning gaf út.
Þórdís Gísladóttir: Múmínálfarnir: Minningar múmínpabba eftir Tove Jansson. Mál og menning gaf út.

- Auglýsing -

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur svo og að hvetja þá til bóklesturs.

Dómnefnd verðlaunanna í ár er skipuð Tinnu Ásgeirsdóttur formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfssyni, Helgu Birgisdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sigurðardóttur.

Rökstuðning dómnefndar á vali bókanna fimmtán má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -